„Stórar og góðar fréttir“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi WOW air.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi WOW air. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru mjög stórar og góðar fréttir fyrir félagið,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air þegar mbl.is náði tali af henni nú í kvöld.  Hún segir að nú verði farið í að vinna að næstu skrefum, en þar er um að ræða svipað ferli og var með Icelandair eftir að kaupsamningur hafði verið undirritaður.

Fyrr í kvöld var tilkynnt um að Indigo Partners og WOW air hafi náð sam­komu­lagi um að Indigo fjár­festi í flug­fé­lag­inu. 

Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um áreiðanleikakönnun.

Svanhvít segir WOW air að öðru leyti ekki geta tjáð sig um samninginn, en fréttatilkynningin hafi upphaflega verið send út frá Indigo Partners. „En þetta eru gleðifréttir, frábærar fréttir,“ segir hún.

mbl.is