Áfram í varðhaldi vegna hnífstunguárásar

Sá grunaði hafði yf­ir­gefið vett­vang þegar lög­regla mætti á staðinn, …
Sá grunaði hafði yf­ir­gefið vett­vang þegar lög­regla mætti á staðinn, en hann var hand­tek­inn skömmu síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur hefur að kröfu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem  grunaður er um al­var­lega hnífstungu­árás við úti­bú Ari­on banka á Geislagötu á Ak­ur­eyri í byrj­un nóvember.

Maður­inn hafði áður verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald sem rann út 30. nóv­em­ber og hefur það verið framlengt til 17. desember með tilliti til almannahagsmuna.

Vitni urðu að árás­inni á Geislagötu, auk þess sem lög­regl­an hef­ur und­ir hönd­um gögn úr eft­ir­lits­mynda­vél­um sem sögð eru gefa góða mynd af at­b­urðarás­inni. Sá grunaði hafði yf­ir­gefið vett­vang þegar lög­regla mætti á staðinn, en hann var hand­tek­inn skömmu síðar. Blóðugur hníf­ur fannst við hús­leit lög­reglu á dval­arstað manns­ins.

Með hnífsblað í krepptum hnefa

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að við skoðun upptöku úr eftirlitsmyndavél er svo að sjá sem árásarmaðurinn hafi hnífsblað í krepptum hnefanum, sem kemur út á milli fingra hans. Sést hann slá brotaþolann í eftir hluta líkama, háls og höfuð.

Sá sem varð fyr­ir árás­inni var flutt­ur á Sjúkra­hús Ak­ur­eyr­ar þar sem hann gekkst und­ir aðgerð, en hann var ekki í lífs­hættu. Í bráðabirgðavottorði um áverka mannsins sem vísað er til í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið fjölmarga skurði um andlit og bak, meðal annars djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð. Þá hlaut hann einnig höfuðkúpubrot.

Sterkur grunur er um að brot árásarmannsins varði ævilangt fangelsi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert