Samherja-skýrslu frestað

Fromaður bankaráðs hefur beðið forsætisráðherra um frekari frest til þess …
Fromaður bankaráðs hefur beðið forsætisráðherra um frekari frest til þess að skila skýrslu um stjórnvaldssekt á hendur Samherja, sem dæmd hefur verið ógild. mbl.is/Ófeigur

Bankaráð Seðlabanka Íslands mun ekki afhenda í dag greinargerð sem forsætisráðherra óskaði eftir í nóvember um mál Samherja, þrátt fyrir að ráðinu var gert að skila af sér ekki síðar en 7. desember, samkvæmt heimildum mbl.is.

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs, hefur beðið um lengri frest til að vinna úr þeim gögnum sem um ræðir. Ekki fæst upplýst hversu langur sá frestur er, en ljóst er að skýrslan verður ekki lögð fyrir forsætisráðherra í dag.

Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. september 2016 um að sekta Samherja um 15 milljónir króna í vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.

Þann 28. nóvember var haft eftir Gylfa Magnússyni að bankaráðið myndi vinna úr því sem kom fram á fundi þess með fulltrúum Samherja ásamt fjölmörgum gögnum og skila forsætisráðherra greinargerð.

„Forsætisráðherra bað okkur um að svara ekki síðar en 7. desember og við stefnum auðvitað að því að standa við það,“ sagði Gylfi fyrir rúmri viku.

Ekki náðist í Gylfa Magnússon, formann bankaráðs SÍ, við vinnslu fréttarinnar.

Fulltrúar Samherja ganga á fund bankaráðs seðlabankans 27. nóvember.
Fulltrúar Samherja ganga á fund bankaráðs seðlabankans 27. nóvember. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert