Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

mbl.is/Sigurður Bogi

Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Hálka er á Fróðárheiði vestanlands og Heydal en annars víða hálkublettir.

Hálka er í Kjósaskarði suðvestanlands og á Krýsuvíkurvegi. Að mestu greiðfært á Suðausturlandi en hálkublettir fyrir vestan Kvísker. Hálkublettir eru á Reynisfjalli á Suðurlandi og á nokkrum útvegum.

Greiðfært er að mestu í Húnavatnssýslum en hálka eða snjóþekja á útvegum. Hálka er á Þverárfjalli og Öxnadalsheiði og einnig er hálka í Eyjafirði. Hálka er á flestum leiðum á Norðausturlandi en snjóþekja á Brekknaheiði.

Hálka er á Héraði og flughálka í Fellum, norðan Lagarfljóts. Hálka er einnig á Fjarðarheiði en hálkublettir á Fagradal. Hálka og hálkublettir eru með ströndinni að Djúpavogi en greiðfært þar fyrir vestan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert