Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarðatjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Beindi hann fyrirspurn sinni að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og benti á að Hæstiréttur hefði í síðustu viku dæmt ríkið skaðabótaskylt, þar sem ekki hefði verið heimilt að bregða út frá lögum um veiðireynslu við úthlutun makrílkvóta með reglugerð.

„Kannski kemur dómurinn ekkert sérstaklega á óvart, og auðvitað ber að virða hann. Hann endurspeglar þó að við erum enn, nokkrum áratugum eftir að fiskveiðistjórnunarkerfið var sett á í núverandi mynd, í deilum um það og sér í lagi um það sem lýtur að úthlutun takmarkaðra gæða.“

Logi sagði ljóst af dómnum að ekki væri hægt að aðgreina umræðu um veiðigjöld frá umræðu um úthlutunaraðferð og grundvallarspurninguna um það hver réttlátur hlutur þjóðarinnar sé í fiskveiðiauðlindinni.

„Það er ljóst að mat Deloitte fyrir stefnanda, á tjóni sem af reglugerðinni hlaust, er mjög hátt, og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Ef ég skil rétt er þetta sami aðili sem vann forsendur sem lágu til grundvallar lægra veiðigjaldi. Því spyr ég forsætisráðherra, hvort hún hafi velt fyrir sér hvort það sé samræmi þarna á milli?“

Sýnd veiði en ekki gefin

Einnig spurði hann ráðherra hvort hún teldi ekki eðlilegt að framlengja núgildandi lög, eins og gert var í vor, og freista þess að ná breiðari sátt um málið. Með þeim hætti væri hægt að skoða úthlutunarreglur og veiðigjöld í samhengi, og tryggt ákvæði um tímabundna samninga, sem flestir væru sammála um.

„Þá væri auðvitað nauðsynlegt að ná samstöðu um ásættanlegt auðlindarákvæði í stjórnarskrá, en eins og hæstvirtur ráðherra veit, er það sýnd veiði en ekki gefin.“

Að lokum spurði hann Katrínu hvernig hún sæi fyrir sér að fjármagna kostnað vegna dómsins.

Katrín sagði frumvarpið snúast um að tryggja almenningi sanngjarnan hlut ...
Katrín sagði frumvarpið snúast um að tryggja almenningi sanngjarnan hlut í auðlindarentunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snýst ekki um álagningu veiðigjalda

Katrín sagði það ljóst að Hæstiréttur hefði talað, og að hann ætti síðasta orðið í þessu máli. Dómurinn hafi þó snúist um úthlutun aflaheimilda og þar með fiskveiðistjórnunarkerfið.

„Hann snýst ekki um álagningu veiðigjalda. Við getum verið ósammála eða sammála um hvort það hafi verið rétt á sínum tíma árið 2012, að aðskilja fiskveiðistjórnunarkerfið og lög um það, og lög um veiðigjöld, en það var sú ákvörðun sem Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin tóku á þeim tíma í ríkisstjórn, og ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun að aðskilja þetta á þeim tíma.“

Katrín sagðist ekki telja að umræddur dómur hefði nein áhrif á hvernig frumvarp til nýrra laga um veiðigjöld yrði afgreitt. Hún sagði frumvarpið vel undirbúið og að það snerist um að tryggja almenningi sanngjarnan hlut í auðlindarentunni.

Fyrir liggi að bregðast þurfi við dóminum með breytingum á lögum. Fara þurfi yfir lagaumhverfið. Þá sagði Katrín að ekki liggi fyrir hvert fjártjónið verði fyrir ríkið. Kallaðir hafi verið til sérfræðingar til að meta hvert það kunni að vera.

Útgerðinni gefið árið 2015

Logi sneri aftur í ræðustól og spurði á ný hvernig fjármagna ætti þann kostnað sem dómurinn hefði í för með sér.

„Og ég er með hugmynd að því, hæstvirtur forsætisráðherra. Vegna þess að nú erum við með þessum veiðigjöldum – þá erum við að gefa útgerðinni árið 2015, sem er hvorki meira né minna en besta árið í sögu útgerðarinnar,“ sagði Logi.

„Nú þegar gengið er farið að síga, og ýmislegt hagstætt í rekstrarumhverfi útgerðarinnar, þá legg ég til einmitt, að við framlengjum í eitt ár, tökum inn það sem við eigum réttmætt fyrir árið 2015, sem er eins og ég sagði áðan besta árið í sögu útgerðarinnar, og notum það að hluta til, til að borga þetta tjón sem hefur orðið.“

Ekki rétt að blanda umræðunum saman

Katrín sagði almikilvægast í þessu máli að fram kæmi að ekkert í dómnum gæfi ástæðu til að efast um það skýra ákvæði laga, um að auðlindin sé sameign þjóðarinnar.

„Það er ekkert í dómnum sem gefur tilefni til þess að segja, að það hafi vaknað vafi um það. Hins vegar ætla ég að taka undir með háttvirtum þingmanni, hvað kom fram í hans fyrri fyrirspurn – það er hins vegar mjög mikilvægt að við náum saman um auðlindarákvæði í stjórnarskrá til að undirbyggja þessi lagaákvæði með enn skýrari hætti. En ég tel ekki að þessi dómur grafi undan því,“ sagði Katrín.

„Þessi dómur fellur kannski fyrst og fremst, eftir því sem mér hefur verið greint frá, á lögum um veiðar utan lögsögunnar, sem eru sett á sínum tíma þegar þáverandi hæstvirtur sjávarútvegsráðherra var Þorsteinn Pálsson. Þannig það er alllangt um liðið síðan þau lög voru sett. Mér finnst ekki rétt að blanda saman umræðum um fiskveiðistjórnunarkerfið og svo lögum um álagningu veiðigjalda.“

mbl.is

Innlent »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »

Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi

19:58 Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Konan var ákærð fyrir að hafa beitt stjúpson sinn ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt yfirgang og ruddalegt athæfi. Meira »

Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina

19:44 Ár hvert veitir velferðarráð hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Styrkþegar, sem hlotið hafa styrk fyrir árið 2019, veittu þeim viðtöku í Iðnó í gær. Veittir voru styrkir fyrir einstök verkefni og starf félaga- og hagsmunasamtaka var styrkt til eins eða þriggja ára. Meira »

„Betri án þín“ með Töru áfram?

19:40 Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Meira »

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

19:37 Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Meira »

„Boðið er búið og mér var ekki boðið“

19:31 Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur í Höfða í dag barst ekki Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur. Meira »

Þurfi að vernda íslenska náttúru

18:44 Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu- Meira »

Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum

18:37 Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Meira »

Sammæltumst um að vera ósammála

18:28 „Ég lagði áherslu á tvö mál á fundinum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um fund hennar með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Meira »

Gert að greiða miskabætur vegna fréttar

18:24 Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Meira »

„Frikki Meló“ kveður Melabúðina

17:54 Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni. Meira »

Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu

17:32 Sagafilm hefur tryggt sér rétt til að þróa leikna sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni Hilmu eftir Óskar Guðmundsson. Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti & Veröld og Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm undirrituðu í dag samning þess efnis að Sagafilm getur þróað og framleitt sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni. Meira »

Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi

17:22 Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ári síðan fyrir mann­dráp af gá­leysi. Framlengdi Landsréttur dóminn um einn mánuð. Meira »

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

17:16 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær. Magnús hefur verið formaður frá 2017 og byrjar nú seinna kjörtímabil sitt sem formaður, en því lýkur 2021. Meira »

Aflinn dregst saman um 57 prósent

17:01 Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 46,6 þúsund tonn, eða 57% minni en í janúar á síðasta ári. Samdráttur aflans skýrist af skorti á loðnu, en engin loðna veiddist í janúar samanborið við 68 þúsund tonn í janúar á síðasta ári. Meira »

Móttökuskóli ekki ákveðinn

16:46 Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur skilað tillögum um bætta móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í grunnskólum Reykjavíkur. Tillögur hópsins byggja m.a. á reynslu Norðmanna og annarra Norðurlandaþjóða. Meira »

„Boltinn er bara alls staðar“

16:16 „Við höfum verið í óformlegum samtölum bæði við atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna undanfarnar vikur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is vegna gagntilboðs Eflingar til Samtaka atvinnulífsins sem sett var fram í dag Meira »
Pallhýsi Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Til sölu Skoda 110L árg 1976.
Bíllinn er nokkuð heillegur. Ýmislegt grams fylgir með, t.d. nýtt framstykki,...