Reynt að ná samkomulagi um frestun

Þráttað er um þinglok.
Þráttað er um þinglok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta.

Reynt er að ná samkomulagi. Stjórnarandstaðan er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins reiðubúin að hafa samgönguáætlanir sem forgangsmál eftir áramót, ef afgreiðslu þeirra verður frestað nú.

Þingsályktunartillögur samgönguráðherra um samgönguáætlun til fimm ára og lengri tíma hafa verið til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins frá því í lok september. Málið hefur tekið þá stefnu á þessum tíma að stuðningur hefur vaxið við hugmyndir um flýtingu vegaframkvæmda með lántöku og innheimtu veggjalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert