Vegleg bókagjöf

Bækur í hillu. Myndin tengist fréttinni ekki.
Bækur í hillu. Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/ÞÖK

Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminjasafni Íslands einkar veglega bókagjöf.

Pétur og dætur hans gáfu safninu um 500 titla af fræðiritum um náttúru, einkum vatnalíffræði, eftir evrópska náttúrufræðinga frá ofanverðri 17. öld og fram á síðustu ár. Í tilkynningu frá Náttúruminjasafninu segir að mörg verkin séu mikið fágæti og afar dýrmæt, sem fá söfn geta státað af.

Bókagjöfinni, sem fyllir þrjú vörubretti, var veitt viðtaka í Veröld, húsi Vigdísar 2. desember að viðstöddum Pétri og fjölskyldum dætra hans, frú Vigdísi Finnbogadóttur og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og fleiri gestum.

Við athöfnina afhenti Pétur Hilmari J. Malmquist, forstöðumanni safnsins, bókina Anatome Animalium frá 1681, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert