Sýndarveruleikasýning til 30 ára

Sýningin verður við Aðalgötu á Sauðárkróki.
Sýningin verður við Aðalgötu á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld.

Fram kemur að samningurinn eigi sér langa sögu innan sveitarfélagsins og að ráðist hafi verið í verkefnið til að efla ferðamennsku í Skagafirði og styðja við atvinnuuppbyggingu og aukna fjölbreytni starfa. Samningurinn var samþykktur með fimm atkvæðum gegn fjórum.

Á sér ekki fordæmi á Íslandi

„Að fá hingað nýsköpunarfyrirtæki og fjárfesta sem bjóða upp á sýningu sem ekki á sér fordæmi á Íslandi og verður stærsta sögutengda sýndarveruleikasýning á Norðurlöndunum, sýning sem setur Skagafjörð enn betur á kortið en nú er og ef áætlanir ganga eftir mun leiða til fjölgunar ferðamanna á svæðinu um tugi þúsunda á komandi árum. Við þurfum á því að halda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar, í bókun sinni.

Hann bætir við að kynningarstarf sé þegar hafið vegna verkefnisins og það hafi þegar fengið mjög jákvæð viðbrögð, meðal annars hjá þeim sem reka skemmtiferðaskip.

195 milljóna króna hagnaður

Ráðgjafafyrirtækið Deloiette var fengið til að gera fjárhagslega úttekt á áhrifum uppsetningar á sýningunni. Það telur að sveitarfélagið muni hagnast um 195 milljónir króna af verkefninu á samningstímanum, sem er 30 ár. Gert er ráð fyrir að 10 manns muni starfa hjá fyrirtækinu til að byrja með og þeim verði fjölgað þegar fram líða stundir. Sveitarfélagið fær með framlagi sínu 10% eignarhlut í Sýndarveruleika ehf., að því er segir í bókuninni.

„Er það mat meirihluta sveitarstjórnar að mikil tækifæri felist í þessu verkefni fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og að það muni verða til þess að koma Skagafirði enn betur á kortið og fjölga ferðamönnum í Skagafirði verulega með öllum þeim fjölmörgu afleiddu störfum, verkefnum og tækifærum sem því fylgir. Úttektir sýna að verkefnið er hagfellt fyrir sveitarsjóð, störfum mun fjölga og nýir fjárfestar skjóta föstum rótum í samfélaginu.“

Íbúakosningu hafnað

Minnihlutinn í sveitarfélaginu lagði fram bókun um að fram færi íbúakosninga vegna sýningarinnar en því var hafnað. „Ljóst er að langtíma skuldbindingar, ívilnanir og fjárútlát vegna fyrirtækisins Sýndarveruleiki ehf. munu fela í sér aukin rekstrargjöld og skerða framkvæmdagetu sveitarfélagsins næstu áratugi. Enn fremur er ítrekað mikilvægi þess að íbúar geti kynnt sér efni samningsins er varða skuldbindingar og ívilnanir sveitarfélagsins vegna hans,“ segir í bókun Álfhildar Leifsdóttur hjá VG og óháðum í Skagafirði.

Þar kemur einnig fram flokkurinn hafi sett fyrirvara um álit Deloiette um ávinning sveitarfélagsins af verkefninu „sem virðist mjög óverulegur í ljósi þess hve mikið sveitarfélagið hyggst leggja í verkefnið“.

mbl.is

Innlent »

„Í góðum gír þrátt fyrir veðrið“

15:15 „Hátíðin hefur gengið rosalega vel og fólk verið í góðum gír og góðu yfirlæti þrátt fyrir veðrið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra listahátíðarinnar LungA sem fram fór á Seyðisfirði í vikunni. Meira »

„Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“

15:00 Systkinunum Hrafni og Elísabetu Jökulsbörnum hafa borist ýmsar hótanir vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Ljótustu ummælin sem þeim hafa borist birti Hrafn á Facebook-síðu sinni, en þau hljóða svo. „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi [sic].“ Meira »

Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng

14:45 Hugsanlega kæmi til greina að ákvörðun um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn til Evrópu yrði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Lénið .is mikilvægur innviður samfélagsins

14:30 Ríkisstjórn Íslands hefur áform um að leggja fram frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is, en hvergi er minnst á lén í íslenskum lögum eins og þau standa í dag. Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði en hafa þær ekki náð fram að ganga. Meira »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......