Með lag í Netflix-kvikmynd

Unnur lýsir laginu sem einhvers konar alternatívu rafpoppi, en kvikmyndin ...
Unnur lýsir laginu sem einhvers konar alternatívu rafpoppi, en kvikmyndin Velvet Buzzsaw er dökk satírsk spennu-hryllingsmynd. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki.

„Vinur minn, Martyn Zub, sem ég hef verið að semja tónlist með, var að vinna með leikstjóranum og vissi að hann væri að leita að lagi fyrir ákveðna senu. Við ætlum að gefa út EP-plötu snemma á næsta ári, en við ætluðum ekki endilega að hafa þetta lag á plötunni,“ útskýrir Unnur.

„Martyn prófaði að sýna leikstjóranum lagið, fannst það passa í senuna og Gilroy var sammála og keypti það af okkur.“

Fer á frumsýningu með Gyllenhaal

Unnur segir mjög skemmtilegt að þau fái því kredit í kvikmyndinni, en auk Gyllenhaal leika þau John Malkovich og Toni Collette meðal annars í Velvet Buzzsaw. „Það er ofboðslega gaman að fá að vera hluti af einhverju verkefni með þessu fólki, kíkja með því á frumsýninguna og svona.“

Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverk í Velvet Buzzsaw.
Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverk í Velvet Buzzsaw. AFP

Unnur lýsir laginu sem einhvers konar alternatívu rafpoppi, en kvikmyndin Velvet Buzzsaw er dökk satírsk spennu-hryllingsmynd. „Ég veit að Malkovich er í senunni sem lagið verður í, en annars er rosalega mikil leynd yfir öllu svona. Það eru alltaf einhverjar líkur á að senan verði stytt og þá lagið líka. Það er alltaf einhver fyrirvari þangað til kvikmyndin er komin upp á skjá,“ segir Unnur, en er mjög spennt að sjá útkomuna.

Í kjölfar þess að þau seldu lagið segir Unnur fjölmargar dyr hafa opnast.

„Það er orðið miklu auðveldara fyrir okkur að fá viðtöl við umboðsmenn. Fleira fólk vill hjálpa okkur að koma tónlistinni okkar á framfæri.“

Leik- og tónlist haldist vel í hendur

Fram undan hjá Unni er því útgáfa EP-plötunnar í samstarfi við Zub, en ráðgert er að hún komi út snemma árs 2019. Það er þó langt því frá að Unnur sé hætt að huga að leiklistinni, en þess má geta að í næstu viku ætlar hún að halda námskeið fyrir Íslendinga sem vilja læra leiklist í Bandaríkjunum. Sjálf var Unnur valin besta leikkona árgangsins þegar hún útskrifaðist frá The American Academy of Dramatic Arts í New York árið 2016.

Unnur neitar því að tónlistin komi í staðinn fyrir leiklistina. „Alls ekki, þetta helst bara mjög vel í hendur. Ein stærsta fyrirmyndin mín er Donald Glover, sem er í fullri vinnu sem leikari, leikstjóri og rithöfundur, en er líka með magnaðan tónlistarferil sem Childish Gambino. Svo ég held að ef viljinn er fyrir hendi og tjáningarþörfin er sterk, þarf ekki endilega að fórna einu fyrir annað.“ 

mbl.is

Innlent »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun sinni eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »

Ársverðbólga 3,1%

15:10 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,21% milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú um 3,1% og lækkar örlítið milli mánaða Meira »

Innkalla 165 bíla af gerðinni Volvo XC90

14:57 Bifreiðaumboðið Brimborg hefur ákveðið að innkalla 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerðinni 2016.  Meira »

Verðum að sjá fyrir endann á þessu

14:52 Litlu mátti muna að rússneski togarinn Orlik hefði sokkið í Njarðvíkurhöfn í nótt. Með snörum viðbrögðum náðist að koma í veg fyrir það en kostnaður við að ná sokknu skipi úr höfninni gæti auðveldlega verið í kringum 200 milljónir króna. Vonir standa til að losna við skipið á næstu dögum. Meira »

Valdið hverfur ekki með formannsleysi

14:18 „Flati strúktúrinn gengur á meðan allir sem taka þátt í litlum hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is um það fyrirkomulag innan flokksins að vera án formanns. Það geti hins vegar breyst. Meira »

Hætti sem formaður eftir fjármálamisferli

14:04 Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi sagði upp störfum í júní eftir að upp komst að hann hafði misnotað greiðslukort trúfélagsins í starfi sínu með því að taka út rúmar 30 þúsund norskar krónur án heimildar. Stjórn trúfélagsins ákvað að leggja ekki fram kæru á hendur honum. Meira »

Engin E. coli tilfelli í dag

13:54 Engin tilfelli af E. coli greindust í dag eftir að rannsökuð voru saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga. Þriggja ára drengur sem var rannsakaður fyrir helgi og grunaður um að vera með sýkingu reyndist vera sýktur af E. coli. Bandaríska barnið sem var til rannsóknar reyndist ekki vera með E. coli. Meira »

Tvær flugvélar Circle Air kyrrsettar

13:41 Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Svíþjóð fyrir viku með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið. Báðar flugvélar íslenska flugfélagsins Circle Air eru af þessari tegund og hefur félagið því þurft að verða sér út um lánsvélar á meðan kyrrsetningin stendur yfir. Meira »

Fullur bær af ferðamönnum

13:30 Þrjú skemmtiferðaskip heimsækja Grundarfjörð í dag og hafa ekki jafn mörg skip af þeirri tegund heimsótt bæinn á einum og sama deginum til þessa. Meira »

Þýskur ferðamaður fótbrotnaði illa

12:49 Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út fyrir hádegi vegna konu sem hafði slasast rétt við Herðubreiðarlindir. Meira »

Rafmagnslaust í nótt í Hafnarfirði

12:09 Frá klukkan eitt næstu nótt, aðfaranótt þriðjudags, verður rafmagnslaust á öllu veitusvæði HS veitna innan Hafnarfjarðarbæjar og hluta Garðabæjar. Verið er að taka háspennustreng HF1 frá Landsneti aftur í rekstur, en til aðgerðanna kemur vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Meira »

Ljósbogi myndaðist í kerskálanum

12:05 Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær og voru framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu í kjölfarið kallaðir á svæðið. Í framhaldinu var ákveðið að slökkva á kerskálanum. Meira »

Skoða hvalina á morgun

12:01 Til stendur að tveir sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun fari á morgun og skoði tugi grindhvala sem rak á dögunum á land í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »

Líkamsárás kærð í Eyjum

11:20 Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir árásarmanninn sem var eitthvað ósáttur við annan mann hafa slegið þann síðarnefnda í andlitið þannig að tönn losnaði. Meira »

Áttavilltir ferðamenn og undrandi Íslendingar

11:10 Hefur Fontana einhvern árangursdrifinn kraft fram yfir Gömlu-Gufuna? spyr Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra í grein í Morgunblaðinu. Veltir hann upp þeirri spurningu hvort erlendar nafngiftir séu gefnar „til árangurs og af illri nauðsyn eða af gáleysi íslenskri tungu til háðungar og hnignunar?“ Meira »

Sáu lekann fyrir

10:14 „Þetta sýnir að mat okkar á ástandi skipsins var hárrétt og hefði ekki mátt bíða lengur,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna. Orlik, rússneskur togari í Njarðvíkurhöfn, var hætt kominn í nótt er gat kom á hann og sjór flæddi inn. Meira »

Slökkt á einum kerskála vegna óróleika

09:50 Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að ákvörðunin hafi verið erfið en að hún hafi verið tekin til að tryggja öryggi starfsmanna og ná um leið betri tökum á rekstrinum. Meira »

Skaði slíti Filippseyjar stjórnmálasambandi

09:00 Það yrði skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við landið. Afleiðingarnar gætu orðið margvíslegar og undirstrika að meiriháttar rof hefði átt sér stað í samskiptum þjóðanna, segir Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...