Felldu tár þegar hún fékk verðlaunin

Unnur var valin besta leikkonan sínum árgangi við útskriftarathöfn frá …
Unnur var valin besta leikkonan sínum árgangi við útskriftarathöfn frá The American academy of Dramatic Arts í New York, sem fram fór í gær. Ljósmynd/Lauren Toub

„Ég var svo heppin að mamma og pabbi gátu flogið út og náðu að sjá bæði lokasýninguna mína í skólanum og komið á útskriftina. Það má segja að þau séu ágætlega stolt af stelpunni sinni,“ segir Unnur Eggertsdóttir, nýútskrifuð leikkona frá The American academy of Dramatic Arts í New York.

Á útskriftarathöfninni sem fram fór í gær hlaut Unnur verðlaun sem besta leikkona árgangsins, sem taldi rúmlega 100 nemendur.

„Ég hef örugglega litið út eins og einhver sem var að fagna sigri í fegurðarsamkeppni, þetta kom mér svo á óvart,“ segir hún. Foreldrar hennar og frænka voru í salnum. „Ég held að eitt eða jafnvel tvö tár hafi látið sjá sig hjá þeim.“

Fetar í fótspor Anne Hathaway og Robert Redford

Verðlaunin eru kennd við Charles Jehlinger, sem kenndi meðal annars Grace Kelly og Kirk Douglas á sínum tíma, en skólinn er einn sá elsti í Bandaríkjunum, stofnaður árið 1884. Fyrri nemar sem hlotið hafa þessi verðlaun eru til dæmis Spencer Tracy, Kim Cattrall, Paul Rudd, Anne Hathaway og Robert Redford, sem er í miklu uppáhaldi hjá Unni. „Ég vonast til að hitta hann einhvern tímann á förnum vegi svo við getum skálað í styttunum okkar.“

Unnur hefur verið búsett í New York í tvö ár og fær nú árs atvinnuleyfi. „Skólinn undirbýr mann vel fyrir þann hluta, það er hvað gerist þegar maður útskrifast, sem er ágætt svo að maður sé ekki bara að flytja beint inn á barinn,“ segir hún og hlær.

Unnur segir að verðlaunin hafi komið henni skemmtilega á óvart. „Það sem er að koma mér helst á óvart er að fyrrverandi nemendur hafa sett sig í samband við mig og svo hafa kennarar í skólanum sem ég hef ekki endilega unnið með boðið mér í prufur þannig þessi verðlaun opna klárlega nýjar dyr, meira en mig grunaði.“

Spennufall að útskrifast 

Hún segir því fylgja mikið spennufall að vera útskrifuð en hún ætli að skipuleggja vel tímann sem framundan er og nýta hann til að fara í sem flestar prufur.  „Vonandi 30 á dag,“ segir hún og hlær. „En oft er það þannig að dagarnir einkennast af bið og röðum þannig þetta er sannkallað hark en ég er spennt fyrir því og vona að það sé einhver hér sem er til í að ráða mig í eitthvað verkefni. Eins klikkuð og samkeppnin er hérna þá er samt ótrúlega mikið af skemmtilegum tækifærum hér í borginni.“

Unnur ætlar hins vegar að gefa sér tvær vikur í sumar til að koma heim og knúsa fjölskyldu og vini.  

Unnur á útskriftarathöfninni í gærkvöldi.
Unnur á útskriftarathöfninni í gærkvöldi. Ljósmynd/Af Facebook síðu Eggerts Guðmundssonar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson