Alþingi setur áfram lögin sem gilda á Íslandi

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Kristinn Magnússon

„Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir.

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um þriðja orkupakkann í viðtali við Pál Magnússon, stjórnanda þáttarins Þingvalla á K100 og alþingismann Sjálfstæðisflokksins, í gærmorgun.

Bjarni sagði það rangt að með þriðja orkupakkanum yrði gert skylt að leggja rafstreng til Íslands. Þriðji orkupakkinn myndi ekki breyta því að Alþingi setti áfram lögin sem giltu á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert