Líkur á aurskriðum og krapaflóðum

Spáð er áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum á Austfjörðum.
Spáð er áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum á Austfjörðum. mbl.is/RAX

Veðurstofan spáir  áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum í ám á Austfjörðum og auknum líkum á aurskriðum og krapaflóðum.

Spáð er drjúgri rigningu á morgun og mun hún líklega standa allan daginn, að sögn veðurfræðings. Snjó hefur tekið talsvert mikið upp í hlýindunum undanfarið, en eitthvað er eftir af snjó.

Ástæða er fyrir fólk að hafa varann á sér þar sem hætta er á skriðuföllum og krapaflóðum, því hætta er á að það geti gerst á svæðinu. 

Mesta hvassviðrið var byrjað að ganga niður syðst á landinu um klukkan 22.45 og áfram mun lægja mikið í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert