Dregur úr hvata til að byggja

Með veikari krónu verða innflutt byggingarefni dýrari.
Með veikari krónu verða innflutt byggingarefni dýrari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök iðnaðarins (SI) reikna með að veiking krónunnar muni birtast í hækkandi verði innfluttra byggingarefna á næstu mánuðum. Það ásamt öðrum þáttum muni leiða til frekari hækkunar byggingarvísitölu. Ætti sú þróun að öðru óbreyttu að auka kostnað við smíði íbúða.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, segir aðspurður að áhætta í fjárfestingum í byggingarframkvæmdum sé að aukast. Það geti aftur dregið úr fjárfestingum, m.a. í íbúðarhúsnæði. Jafnframt sé líklegt að aukin óvissa í efnahagsmálum, einkum ferðaþjónustu, muni hægja á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á næstu misserum.

Ingólfur segir þennan slaka skapa góð skilyrði fyrir hið opinbera til að fara í uppbyggingu innviða, t.d. í samgöngum. Þessi staða sé komin upp fyrr en áætlað var.

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik, segir gengið hafa mikil áhrif á byggingarkostnað. Því séu horfur á að byggingarkostnaður muni aukast vegna veikingar krónunnar. „Það er ljóst að gengið mun koma inn í þessar tölur,“ segir hann í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert