Búum betur að börnum og unglingum

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það þarf að búa betur að börnum og unglingum. Finna jafnvægi milli leiks og starfs og hjálpa þeim að eygja tilgang í því sem þau eru að fást við.

Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, meðal annars í áramótagrein í Tímamótum, áramótablaði Morgunblaðsins.

„Augljósasta leiðin til að búa okkur undir framtíð gríðarlegra breytinga, þar sem börn og unglingar samtímans munu leika lykilhlutverk, er að fjárfesta enn meira í menntun. Þar verður markmiðið að vera að styrkja eiginleika eins og frumleika, skapandi hugsun og tæknigetu en einnig kennslu í dyggðum eins og samhygð, virðingu og víðsýni,“ segir Logi í grein sinni. 

„Á hundrað ára fullveldisafmæli er full ástæða til bjartsýni. Ísland er ríkt land og ef við berum gæfu til þess að skipta gæðunum jafnar og tryggja öllum aðgengi að gæðanámi ævina út geta allir búið við viðunandi aðstæður, upplifað fegurð og margbreytileika lífsins og átt sér raunhæfa, fagra drauma. Ef við temjum okkur meiri virðingu fyrir hvert öðru, gleðjumst yfir fjölbreytileika mannlífsins og tökumst á við stærstu ógnir mannkyns í samvinnu við aðrar þjóðir á Ísland sér góða framtíð og mannkynið færist enn eitt skrefið nær betri heimi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert