Aðstandendur í lausu lofti

Meginþungi umönnunar er settur á herðar aðstandenda heilabilaðra.
Meginþungi umönnunar er settur á herðar aðstandenda heilabilaðra. Mynd/Thinkstock

„Ráðleysi er sammerkt með þeim fjölskyldum sem ég fylgi eftir, upplifun um að vera í lausu lofti og vita ekki hvert á að leita eða hvað skuli gera, hvernig skuli tækla lífið dag fyrir dag,“ segir Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi, sem hefur rannsakað það hvernig fjölskyldur takast á við það að náinn ættingi greinist með heilabilun og hvernig sú þjónusta sem er í boði nýtist fjölskyldum. 

„Meginþungi umönnunar er á herðum aðstandenda en þeir upplifa ekki að þeir séu með þann stuðning og það bakland sem þeir þyrftu. Þeir upplifa sig eina og óörugga um næstu skref,“ segir Margrét. Hún flutti erindið „Fjölskyldan í samfloti með heilabilun“ á ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag.

„Reynslan er að þótt við höfum þessar formlegu þjónustustofnanir eins og heilsugæslu og minnismóttöku þá skilar það sér ekki í nægilega markvissum stuðningi til fjölskyldna í daglegri umönnun. Biðtími eftir sérhæfðri dagþjálfun er mjög langur og stendur ekki til boða fyrr en seint í ferli heilabilunarsjúkdómsins,“ segir Margrét. Hún telur að það þurfi að breyta þjónustufyrirkomulaginu og að heilbrigðiskerfið verði að grípa fyrr inn í.

Koma til aðstoðar áður en beðið er um aðstoð

„Við þurfum að horfa á þessa hluti frá öðru sjónarhorni. Við þurfum að forgangsraða með þeim hætti að hlúð verði fyrr að fjölskyldum í ferli heilabilunar. Ég sé fyrir mér mikilvægi þess að koma inn með markvissan stuðning frá fagaðila sem við höfum nú þegar til staðar á heilsugæslu og minnismóttöku. Það mætti setja nálgunina í samhengi við ungbarnaþjónustu heilsugæslunnar sem með skipulögðum hætti tekur púlsinn á fjölskyldum og styður við viðkvæma þætti.

Ég tel að við þurfum að rétta fyrr út hjálparhönd og huga að forvörnum. Ekki bíða eftir því að fjölskyldur sýni merki uppgjafar og þurfi að hrópa á hjálp. Við gætum komið fyrr inn með leiðsögn og handleiðslu og stutt við bakið á aðstandendum með markvissum hætti.“

Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi.
Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi.

Nálgun heimahjúkrunar óheppileg

Margrét hefur lengst af starfað við heimahjúkrun og segir hún að sú þjónusta gæti nýst fólki með heilabilun betur.  „Reyndin er sú að heimahjúkrun kemur mjög seint inn í ferlið og þjónustan er veitt með miklum hraða.

Ekki er gefið nægilegt svigrúm í viðveru starfsmanna til að létta á álagi aðstandenda. Þörf er á aukinni viðveru inni á heimili. Meira svigrúm er nauðsynlegt og meiri sveigjanleiki í persónumiðaðri þjónustu og leiðsögn er æskilegt til að mæta hverri fjölskyldu í þeim aðstæðum sem hún er stödd.“

Fyrri inngrip andsvar við löngum biðlistum

Með því að koma fyrr inn væri einnig hægt að koma til móts við fólk sem er á löngum biðlistum, að mati Margrétar.  „Við vitum það fyrir víst að biðlistar eftir úrræðum eru geigvænlegir. Fólk er að bíða í eitt til tvö ár eftir úrræði eins og sérhæfðri dagþjálfun sem er búið að sýna sig að skiptir öllu máli.

Við vitum að úrræðin eru takmörkuð og þurfum því að gera eitthvað í þessum biðtíma. Við höfum takmarkað pláss og takmarkaðan mannskap en þess vegna þurfum við að hugsa það út frá öðru sjónarhorni sem væri þá þessi leiðbeinandi stuðningur sem kæmi inn á fyrri stigum.“

Þurfa úrræði svo hægt sé að framfylgja stefnunni

Margrét bendir á að það sé stefna heilbrigðisþjónustunnar að halda fólki sem lengst heima. Ef það á að framfylgja stefnunni þurfi samt sem áður að vera úrræði í boði svo það sé mögulegt að hafa fólk sem lengst heima.

„Það er stefna heilbrigðisþjónustunnar okkar í dag að fólk búi sem lengst heima en hver er stefnan að það sé sem lengst heima og við hvaða aðstæður? Hvað kemur inn til viðbótar, hvað kemur á móti? Erum við bara að tala um að þetta eigi heima í örmum fjölskyldunnar og það sé bara undir fjölskyldunni komið hvernig hún spili úr þessu? Erum við að yfirfæra heilbrigðisþjónustuna á fjölskylduna?“

Markviss stuðningur hjálpar

Með því að grípa fyrr inn í ferlið hjá einstaklingum með heilabilun segir Margrét að hægt sé að gera fólki kleift að búa við betri lífsgæði. „Með því að vera með markvissan leiðbeinandi stuðning fyrr í ferlinu gætu fjölskyldur upplifað meira öryggi, meðvitaðri um hvar þær eru staddar og hvert þær stefna. Aukin lífsgæði heimilismanna og gera fólki þá kleift að búa við betri aðstæður lengur í faðmi fjölskyldunnar.“

mbl.is

Innlent »

Erilsöm helgi en lögreglan „sæmilega sátt“

Í gær, 23:33 Helgin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra en Bíladagar fóru þá fram á Akureyri. 305 verkefni voru skráð í umdæmi lögreglunnar frá hádeginu á fimmtudag og til hádegis í gær. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í gær, 23:13 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 22:30 í kvöld. Tveir smáskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Meira »

Mun „sakna blessaðs stríðsins“

Í gær, 22:23 Sigmundur Davíð telur málþóf þeirra Miðflokksmanna hafa skilað heilmiklum árangri, án þess þó að segja að „þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf.“ Hann vonast til að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í sumar. Meira »

Sólin sendir orku en getur verið skaðleg

Í gær, 22:19 Sólin er það fyrirbæri sem gerir okkur mögulegt að lifa hér á jörðinni. Hún yljar okkur, sendir okkur orku, birtu og þegar hún skín á húðina framleiðir húðin D-vítamín sem er okkur nauðsynlegt. En sólin getur líka brennt. Meira »

Sakar Samfylkingu um nýfrjálshyggju

Í gær, 22:03 „Það vekur […] undrun að þingmenn Samfylkingarinnar skuli skrifa undir það að sósíalísk barátta tuttugustu aldarinnar hafi ekki verið annað en þjónkun við Sovétríkin og það klíkuræði sem rændi þar völdum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, við mbl.is. Meira »

Sektaðar fyrir mismæli

Í gær, 21:59 „Kvæðakonan góða“, hópur ellefu kvæðakvenna, kvað rímur og flutti stemmur á torgum og götuhornum í Berlín í Þýskalandi undanfarna daga. „Þetta er byrjunin á yfirferð hópsins um útlönd,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir. Meira »

Vill að öryrkjar fái vernd

Í gær, 21:32 „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessari fjármálaáætlun stjórnvalda og hef sent þeim opin bréf, tölvupósta og skilaboð um það að stíga ekki það vonda skref að draga úr því fjármagni sem átti að fara í þennan fjársvelta málaflokk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Segir ekki fót fyrir ásökunum um einræði

Í gær, 21:28 „Það er ekki fótur fyrir þessu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, innt eftir viðbrögðum við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi vegna skipunar stjórnar í Herjólfi ohf. þar sem hún er sökuð um að stunda stjórnsýslu sem telst til „einræðis“. Meira »

Lending hjá Flugakademíunni

Í gær, 20:48 Eftir fund í morgun þar sem breytingar á kjörum flugkennara hjá Flugakademíu Keilis voru kynntar nánar virðist ríkja almenn sátt um ráðstafanir sem gerðar voru fyrir helgi. Beðist var afsökunar á lakri upplýsingagjöf. Meira »

Lækka fasteignagjöld á Ísafirði

Í gær, 20:21 „Kannski verður þetta til þess að önnur sveitarfélög fari að íhuga þetta,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í samtali við mbl.is um ákvörðun bæjarráðs í dag um að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda. Meira »

Dæmd fyrir innflutning og hlutdeild

Í gær, 19:49 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar þann 5. júní sl. fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni, ætluðu til sölu- og dreifingar í ágóðaskyni, en efnið var falið í tveimur fæðubótardunkum sem komu til Íslands með hraðsendingu frá Hollandi. Meira »

Orkupakkamálið búið 2. september

Í gær, 19:36 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þótt tilslökun gagnvart Miðflokknum hafi falist í samkomulagi um þinglok, hafi verið nauðsynlegt að losa hnútinn sem þingstörfin hafi verið í. Meira »

EES „aðlögunarsamningur inn í ESB“

Í gær, 19:06 „Hvað sem hver segir þá er EES í raun ekki viðskiptasamningur eins og svo oft er haldið fram hér á landi. Viðskipti eru forsenda þeirrar samþættingar og samruna sem stefnt er að,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfus, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gerir að umtalsefni sínu eðli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Hvalfjarðargöngum var lokað

Í gær, 18:51 Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls í göngunum á sjöunda tímanum. Umferðinni var í skamma stund beint fyrir Hvalfjörð. Meira »

Fyrsta skrefið í átt að „draumnum“

Í gær, 18:27 Katrín Jakobsdóttir segir yfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjunnar og OR vekja með sér bjartsýni og vera mikilvægt skref í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Hún segir valið á milli losunarkvóta eða kolefnisjöfnunar vera að hverfa, enda sé kostnaðurinn sá sami og tími til aðgerða í loftlagsmálum naumur. Meira »

Samkomulag um þinglok í höfn

Í gær, 18:12 Samkomulag um þinglok á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu er komið í höfn. Umræðu um þriðja orkupakkanum verður frestað og gildistöku laga um innflutning á ofrosnu kjöti verður sömuleiðis frestað. Meira »

11 sem verða 100 á árinu í veislu

Í gær, 18:06 Það er ekki á hverjum degi sem 11 manneskjur sem verða hundrað ára á árinu komi saman í gleðskap en það var raunin á Hrafnistu í dag og tilefnið var 75 ára afmæli lýðveldisins. Alls verða 25 Íslendingar 100 ára gamlir á árinu og hefur þeim fjölgað verulega sem ná þessum aldri. Meira »

Fagna lögum um kynrænt sjálfræði

Í gær, 17:44 Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í dag af öllum hjarta. Lögin fela í sér ákaflega mikilvæga réttarbót fyrir trans og intersex fólk á Íslandi. Meira »

Pawel forseti út kjörtímabilið

Í gær, 17:34 Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar tekur við sem forseti borgarstjórnar og verður það að líkindum í þrjú ár. Fyrir lá að svo færi. Hann ætlar að vera „fyrirsjáanlegur, formfastur og sanngjarn.“ Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...