Fjöldi íslenskra barna hefur lent í ofbeldi

Geir Gunnlaugsson, prófessor og fyrrverandi landlæknir.
Geir Gunnlaugsson, prófessor og fyrrverandi landlæknir. Ljósmynd/Háskóli Íslands

„Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að reynsla íslenskra barna af ofbeldi hér á Íslandi er að minnsta kosti á pari við og í sumum tilvikum meiri en á Norðurlöndunum,“ segir Geir Gunnlaugsson prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir í samtali við mbl.is.

Geir hefur, ásamt Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi, rannsakað ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Hann flutti erindi um samantekt á rannsóknum á ofbeldi gegn börnum á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Þar vísaði hann meðal annars í rannsókn sem sýndi fram á að stór hluti Íslendinga hefði upplifað ofbeldi í æsku.

48% þátttakenda í rannsókninni höfðu upplifað einhvers konar líkamlegt ofbeldi í æsku en þátttakendur sem voru 30 ára eða eldri voru um það bil tvisvar sinnum líklegri til þess að hafa upplifað líkamlegt ofbeldi í æsku en þeir sem yngri voru. 69% þátttakenda sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi í æsku en þeir sem voru 30 ára eða yngri voru um það bil þrisvar sinnum líklegri til þess að hafa upplifað andlegt ofbeldi í æsku. 

Kvíðnari, reiðari og þunglyndari

„Stutta sagan er sú að fjöldi íslenskra barna hefur reynslu af ofbeldi í æsku hvort sem það er líkamlegt, andlegt, átök á milli foreldra eða kynferðislegt ofbeldi. Það gerir mig hugsi vegna þess að við höfum almennt mjög góðar tölur yfir líkamlega heilsu barna á Íslandi, börn lifa lengi.“

Geir segir að niðurstöðurnar komi honum á óvart. „Ég er búinn að skoða þetta lengi og það kemur mér á óvart hvað þetta er algengt og hversu mikil áhrif ofbeldi hefur á heilsu og líðan ungmenna. Þau sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru marktækt miklu reiðari, þunglyndari, kvíðnari og með minna sjálfsálit en þau sem hafa ekki slíka reynslu.“

Meira um andlegt ofbeldi en áður

Ofbeldið virðist hvorki vera að aukast né minnka en birtingarmyndir þess eru aðrar en áður var. „Ég myndi halda að tegundir ofbeldis væru að breytast. Við sjáum það á okkar gögnum að minna er um líkamlegar refsingar eins og flengingar, að snúa upp á eyru, löðrunga, kinnhesta og svoleiðis sem var mikið um áður,“ segir Geir en í rannsókn sem hann vísaði í í erindi sínu sögðust 29% hafa verið flengd í æsku, tæp 15% höfðu verið hrist og tæp 15% slegin utan undir í æsku.

„Þeir sem eru yngstir í þeim hópi sem við ræddum við eða svöruðu okkar spurningum sögðust frekar hafa reynslu af andlegu ofbeldi heldur en líkamlegum refsingum. Höfnun, mismunun og þess háttar fellur undir andlegt ofbeldi þannig að það er hugsanlegt að birtingarmyndir ofbeldis séu að breytast.“

Andlegt ofbeldi stórt lýðheilsumál

Andlega ofbeldið er jafnvel erfiðara viðfangs en það líkamlega. „Það er erfiðara að kljást við andlegt ofbeldi þar sem það sést ekki, þú færð til dæmis ekki glóðarauga af því. Þetta er stórmál og ég tel að þetta sé eitt af okkar stóru lýðheilsumálum.

Ég veit að kynferðislegt ofbeldi hefur fengið gríðarlega mikla athygli en ég er að vonast til þess að við lítum í vaxandi mæli heildstætt á vandann. Hann er ekki bara kynferðislegur heldur er hann fjölþættur. Kynferðislegu ofbeldi fylgir oft líkamlegt og andlegt ofbeldi. Við þurfum að huga ofsalega vel að litlu börnunum okkar.“

Í erindi sínu ræddi Geir um rannsókn sem var gerð árið 2014 og sýndi fram á að 15% 14 og 15 ára unglinga hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hversu neikvæð áhrif kynferðislegt ofbeldi í æsku gæti haft á fólk.

Vantar úthald í baráttuna

Það er nauðsynlegt að sýna meira úthald þegar átt er við ofbeldi gegn börnum, að mati Geirs. „Við þurfum að skerpa vinnuna. Það hefur verið mikil umræða um hvað eigi að gera í vandanum, heilsugæslan hefur verið með ákveðin verkefni, hver aðgerðahópurinn á fætur öðrum hefur verið settur af stað innan stjórnkerfisins þannig að það hefur ýmislegt verið gert en vandinn er margþættur.

Það vantar úthaldssemina, það er alltaf sett nýtt og nýtt fólk í átaksverkefni og svo þegar menn eru komnir á skrið þá byrja einhverjir nýir. Við getum gert betur, við þurfum að sýna meira úthald í þeim verkefnum sem við erum að vinna með og auðvitað þarf að vinna á fjölbreyttum vettvangi, þá erum við að tala um heilsugæsluna, skólana, leikskóla, og almenna umfjöllun.“

Geir segir að það sé nauðsynlegt að taka vandanum alvarlega. „Það þarf að taka á þessu af miklum þunga og ekki eltast við dægurflugur dagsins heldur vinna heildstætt og hafa öflugt fólk í þessu. Ég veit að Barnaverndarstofa er að gera ýmislegt og það er mikið um átaksverkefni en það mætti gjarnan vera meira úthald, langtímahugsun og kannski fastari skorður á einhvern hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

Í gær, 19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Í gær, 18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...