Hvaða týpa ertu?

Gretchen Rubin er líka höfundur The Happiness Report. Hún er ...
Gretchen Rubin er líka höfundur The Happiness Report. Hún er búsett í New York.

Á áramótum strengir fólk gjarnan heit og setur sér markmið fyrir komandi ár. Rithöfundurinn Gretchen Rubin hefur rannsakað vana, sem geta hjálpað fólki til að standa við stóru orðin í bókinni Better Than Before en hver vill ekki verða betri en áður? Hún hefur búið til próf sem hjálpar fólki við að mynda vana eftir týpum.

Undirtitill bókar Gretchen Rubin Better Than Before er: What I Learned About Making and Breaking Habits - to Sleep More, Quit Sugar, Procrastinate Less, and Generally Build a Happier Life. Rubin þekkja margir en hún er höfundur metsölubókanna Happier at Home og The Happiness Project, sem sagt hefur verið frá á síðum Sunnudagsblaðsins.

Rubin segir vana vera ósýnilegan arkitektúr hversdagslífsins og þannig geti þeir stuðlað að breyttri og bættri hegðun. Flest höfum við vana sem við viljum breyta en í bókinni rannsakar Rubin vana ítarlega, bæði á sjálfri sér og með viðamikilli rannsóknarvinnu. Hún svarar spurningum á borð við af hverju okkur þyki erfitt að skapa vana í kringum eitthvað sem okkur finnst gaman að gera. Einnig hvernig við getum haldið við heilsusamlegum vönum umkringd freistingum. Það væri óskandi að svarið fælist í einni setningu sem allir gætu tileinkað sér en í 300 blaðsíðna bók er af mörgu áhugaverðu að taka. Niðurstaðan er sú að við verðum að þekkja sjálf okkur ef við viljum breyta vönum okkar; það sem hentar einum, hentar ekki endilega öðrum. Við þurfum að skapa vana sem henta okkur sjálfum og þannig náum við árangri. Vanar geta hjálpað til við allt frá því að klára ákveðið verkefni, borða hollara, minnka skjátíma eða auka hreyfingu en margt af þessu er fólki ofarlega í huga á áramótum.

Sjálfsstjórn dugar ekki

Sjálfsstjórn dugar oft ekki til þegar einhver ákveður að borða hollt.
Rubin bendir á að oft sé því haldið fram að sjálfsstjórn sé eitthvað sem eyðist og því sé erfitt að treysta á að fara hluti á hnefanum eins og stundum er sagt. Hún rifjar upp að hún hafi eitt sinn setið á fundi og staðist disk með smákökum í heila tvo tíma og síðan gripið tvær með á leiðinni út. Þess vegna skipti vanar svo miklu máli. Með vönum spörum við sjálfsstjórnina. Við setjum óhreinan bolla í uppþvottavélina án þess að hugsa, það þarf enga sjálfsstjórn í það.

Það þarf sjálfsstjórn til að mynda góða vana en um leið og þeir eru til staðar getum við áreynslulaust hagað lífi okkar eins og við viljum. Með vönum verður lífið einfaldara og við þurfum ekki að vega og meta hvert einasta atriði í hvert sinn heldur bara framkvæmum.

Mælanleg markmið

Einn mikilvægur þáttur er að mæla það sem við erum að gera og þá gengur yfirleitt betur í flokkum á borð við matar- og drykkjarvenjur, líkamsrækt, vinnu, sjónvarps- og netnotkun, eyðslu og fleira. Þegar við skráum hvað við gerum, verðum við meðvitaðri sem hjálpar sjálfsstjórninni. Þess vegna er betra að setja sér mælanleg markmið eins og að „lesa fréttir á hverjum degi“ eða „hringja í einn viðskipavin á dag“ í stað þess að segjast „vera upplýstari“ eða „mynda betri sambönd við viðskiptavini“. Til þess að þetta henti sem best hverjum og einum ætti aðeins að mæla og fylgjast með því sem er manni mikilvægt og þannig ætti lífsstíll manns að endurspegla þau gildi sem maður hefur í hávegum.

Lykilatriðið er að vera meðvitaður um hvernig persóna maður er til að halda sig við vanana. Oft er talað um að það sé betra að tilkynna markmið sín öllum svo maður finni frekar til ábyrgðar. Rubin segir að þetta fari hins vegar algjörlega eftir persónuleika. Mörgum dugi vel að halda markmiðum sínum fyrir sig því þeir séu mjög ábyrgir í eðli sínu gagnvart sjálfum sér. Öðrum henti að til dæmis æfa með öðrum því að þeir finni frekar til ábyrgðar gagnvart öðrum einstaklingum og séu ólíklegri til að missa af æfingu ef þeir valda öðrum vonbrigðum.

Fyrsta skrefið það þyngsta

Eins og margir vita er fyrsta skrefið oftast það þyngsta. Það getur verið mun auðveldara að halda áfram heldur en að byrja; erfiðara að koma sér á staðinn og fara í leikfimifötin en að gera sjálfa æfinguna.

Þess vegna eru vanar svona mikilvægir því þá fer ekki orka í byrjunarskrefið því það er alveg sjálfvirkt og þarfnast ekki umhugsunar.

Þeir sem ætla sér að gera líkamsrækt hluta af sinni rútínu á nýju ári ættu að íhuga að byrja með krafti. Ein leið er að skrá sig í námskeið sem stendur yfir nokkra daga í viku í mánuð en þá þarf að plana sérstaklega hvernig á að skipta yfir í að gera æfingar sem hluta af reglulegum lífsstíl, nota kraftinn í að halda áfram. Öðrum hentar að byrja í smærri skrefum. Það er engin ein leið rétt heldur er um að gera að nota það sem virkar fyrir mann sjálfan.

Erfiðara að byrja aftur

Mikilvægara er að þegar loks er búið að skapa vanann, eins og til dæmis þann að mæta í jóga tvisvar í viku, er að hætta aldrei heldur bara taka hlé. Þeir sem mæta ekki reglulega yfir sumarið ættu því ekki að hugsa með sér að þeir séu hættir og ætli að byrja einhvern tímann í haust aftur, heldur ættu þeir að ákveða dagsetninguna strax sem þeir ætla að byrja aftur að æfa. Þetta kemur í ljós í rannsóknum Rubin og geta jafnvel þeir vanar sem eru búnir að festa sig lengi í sessi verið í hættu þegar keðjan er brotin og þá er erfiðara að byrja en nokkru sinni.

Þegar við venjum okkur á eitthvað í fyrsta sinn erum við full vonar og athæfið er spennandi þó það sé erfitt. En þegar við ætlum að reyna okkur við það á ný eftir hlé er spennan minni og gallarnir sjáanlegri. Einnig ríkir sú tilfinning að maður sé verr settur en áður og kunni minna.

Þess vegna er svona gott að taka meðvitaða ákvörðun um hlé en ekki láta hlutina fjara út hvort sem vaninn hafi verið að æfa sig í erlendu tungumáli einu sinni á dag eða dagleg sundferð. Þannig er maður enn þá við stjórnvölinn en lætur ekki skeika að sköpuðu.
Annað sem er áhugavert í bók Rubin er að þar kemur fram að varhugavert geti verið að æfa fyrir stóran viðburð eða einblína á eitt markmið. Þó að þú takir þátt í næsta Reykjavíkurmaraþoni þýðir það ekki endilega að þú sért búinn að gera hlaup að reglulegum þætti í lífi þínu; mikilvægt er að plana strax framhaldið eftir að stóru markmiði er náð en líta ekki á það sem endapunkt.

Bíddu í fimmtán mínútur

Þeir sem strengdu áramótaheit ættu að fylgja einu ráði Rubin. Það er að bíða í fimmtán mínútur þegar löngunin kemur yfir þá, þegar skjárinn heillar eða kexpakkinn kallar. Jafnvel mjög kraftmikil tilfinning getur sjatnað á kortéri ef tekin er meðvituð ákvörðun um að gera eitthvað annað, sem gæti til dæmis verið að fara í gönguferð, taka til eða leika við barn. Það virkar best að gera eitthvað líkamlegt, þannig er auðveldara að trufla hugann og það er ekki verra ef manni finnst það vera eitthvað skemmtilegt.

Það er í sjálfu sér engin ástæða til þess að byrja endilega einhvers konar nýtt líf við áramót. Þeir sem eru uppreisnargjarnir í anda ættu að forðast þessi tímamót til að strengja heit. Hver dagur felur í sér tækifæri til að gera betur en í gær. Það sem færir einni manneskju gleði virkar ekki fyrir aðra og er því mikilvægt að átta sig á því hvað maður raunverulega vill og skapa vana í kringum það.

Það er engin töfraformúla til. Við verðum ekki meira skapandi eða afkastameiri með því að herma eftir vönum annarra, ekki einu sinni vönum snillinga. Við verðum að þekkja eðli okkar sjálfra og læra hvaða vanar þjóna okkur best.

Rubin segir fólk skiptast í fjórar týpur og gefur ráðleggingar á vefsíðu sinni um hvaða aðferðir henti hverri týpu. Þar er líka hægt að taka próf til að sjá í hvaða flokk maður fellur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

Í gær, 19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Í gær, 18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Trampolin til sölu
Stoj tampolin til sölu fyrir kr. 15.000,-. Stærð: Þvermál:244 cm X 60 cm x 150 ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...