Fangi framdi sjálfsvíg á Litla-Hrauni

Komið var að manninum látnum í morgun.
Komið var að manninum látnum í morgun. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Íslenskur karlmaður framdi sjálfsvíg í fangelsinu Litla-Hrauni. Komið var að manninum látnum í morgun.

Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að mannslát hafi orðið á Litla-Hrauni, málið sé til rannsóknar hjá lögreglu og ekkert bendi til þess að um saknæman verknað hafi verið að ræða.

„Við erum slegin, okkar fyrsta verkefni er að hlúa hvert að öðru, bæði starfsfólki og vistmönnum,“ segir Páll í samtali við mbl.is. Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna.