50 m/s á Siglufjarðarvegi

Eins og sjá má á kortinu er bálhvasst á Siglufjarðarvegi.
Eins og sjá má á kortinu er bálhvasst á Siglufjarðarvegi. Ljósmynd/Vegagerðin

Varasamt ferðaverður verður á norðanverðu landinu vegna vindstrengja síðdegis í dag og framan af morgundegi. Spár gera ráð fyrir suðvestanstormi eða -roki norðan heiða en vindhviður við fjöll geta náð 40-50 m/s.

Vegagerðin varar ökumenn við vindhviðunum en nú þegar er orðið bálhvasst við Stafá á Siglufjarðarvegi, þar sem hviður fara nú í 50 m/s.

Gul viðvör­un er í gildi víða á landinu; á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum og á hálendinu.

Íbúar eru hvattir til að tryggja lausa hluti utandyra sem gætu fokið og valdið tjóni. Auk þess eru farðalangar hvattir til að sýna aðgát.

Veðurspá

Suðvestan 18-28 m/s á norðanverðu landinu síðdegis, hvassast á Ströndum og Tröllaskaga. Mun hægari vindur suðvestan til. Rigning eða súld, en þurrt um landið austanvert. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast austanlands. 

Vestlægari og styttir upp í kvöld og nótt með kólnandi veðri, fyrst á Vestfjörðum. 
Lægir smám saman á morgun, víða þurrt og bjart veður og frystir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert