Ólafur Jóhann nefndur

Ólafur Jóhann Ólafsson.
Ólafur Jóhann Ólafsson.

Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, er einn þeirra fjögurra stjórnenda sem talið er að geti komið til greina sem næsti forstjóri CBS-sjónvarpsrisans bandaríska og til að vinna að sameiningu við Viacom, fjölmiðla- og kvikmyndasamsteypuna.

Kemur þetta fram á viðskiptasíðum New York Post. Milljarðamæringurinn Sumner Redstone á ráðandi hlut í báðum fyrirtækjunum, CBS og Viacom, í gegnum eignarhaldsfélag sitt. Samkomulag var gert í september um að fyrirtækin yrðu ekki sameinuð í tvö ár. Vegna breytinga á stjórn CBS er talið að aðstæður kunni að vera breyttar.

Meðal annars þurfti forstjóri CBS, Les Moonves, að segja af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni gagnvart konum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert