Ernir fær að framkvæma viðhald

Dornier-þota Ernis á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Dornier-þota Ernis á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Eggert

Isavia hefur fallist á ósk flugfélagsins Ernis um að fá að framkvæma viðhald á flugvélinni enda hefur það ekki nein áhrif á kyrrsetningu vélarinnar, sem er enn í gildi.

„Enginn stoppaður nema við“

Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segist hafa fengið flugvélina til baka en hún hafði verið í skoðun þegar hún var kyrrsett. Ekki stóð til að fljúga henni strax, enda voru erlendir flugmenn sem eru þjálfunarflugstjórar á vélinni, staddir erlendis. Erlendir tæknimenn höfðu verið að þjálfa starfsfólk Ernis í meðferð vélarinnar og búið var að draga hana að flugskýli þegar hún var kyrrsett.

„Það er eins og það hafi verið setið fyrir henni. Svona er bara lífið, það er ekkert við því að gera. Við viðurkennum að við erum í skuld en við erum ekki einir um það,“ segir Hörður en skuldin nemur 98 milljónum króna. Slíkt sé fljótt að safnast upp þegar gjöldin nema mörg hundruð þúsundum króna á degi hverjum.

„Kannski er þetta víti til varnaðar öðrum, ég veit það ekki en mig grunar það. Það hefur enginn verið stoppaður nema við en ég veit að það eru margir sem skulda.“

Hörður Guðmundsson á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Hörður Guðmundsson á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Eggert

Erfiðleikarnir tímabundnir

Aðspurður segist hann ekki vera reiður út í Isavia vegna kyrrsetningarinnar. Ernir sé elsta flugfélag á Íslandi sem hafi alltaf greitt sína reikninga og skuldir bæði til Isavia og forvera þess. Þannig muni það áfram vera. „Þetta eru tímabundnir erfiðleikar með lausafé eins og staðan er núna,“ segir hann og nefnir að það hafi reynst flugfélaginu dýrt að geta ekki innleitt nýja flugvélategund sem átti að taka í notkun síðasta sumar. Það verður gert í vor í staðinn.

„Þrátt fyrir þetta upphlaup sem kom, má segja með stórum stöfum að það er engin WOW fyrir dyrum,“ segir Hörður.

Eins og flugskóli 

Ernir heldur uppi áætlunarflugi innanlands og að sögn Harðar hefur kostnaðurinn vaxið meira en sem nemur möguleikum á hækkun fargjalda. Hann segir að sjálfsagt þurfi að grípa til einhverra ráðstafana vegna stöðunnar sem er uppi. „Það er mjög dýrt að þjálfa mannskap. Við höfum misst töluvert af flugfólkinu okkar, bæði flugvirkjum og flugmönnum, til WOW air og Icelandair. Við höfum verið að reka þetta stundum eins og flugskóla,“ segir hann og á við að fólk hafi fengið réttindi hjá þeim en stoppað kannski stutt við. Nokkrar milljónir króna kosti að þjálfa hvern flugmann og ef hann fer annað fljótlega sitji flugfélagið uppi með þjálfunarkostnað sem skili sér ekki til baka.

Hörður nefnir að öllum hafi verið gefinn kostur á að halda starfinu sínu í vetur og hefur flugfélagið því getað haldið starfsfólki sínu fyrir næsta sumar. Það hafi reynst frekar dýrt að halda því í vinnu yfir vetrarmánuðina.  

Um 70 manns starfa hjá Erni og eru flugvélarnar átta talsins, þar af þrjár minni sem eru notaðar í sérverkefni. Á meðal þeirra verkefna eru sjúkraflug til útlanda sem oft tengjast líffæraskiptum. 

Uppfært kl. 16.49:

Kyrrsetningin á flugvél flugfélagsins Ernis hefur ekki verið felld úr gildi eins og mbl.is hafði áður greint frá og hefur fréttin því verið uppfærð. Isavia féllst hins vegar á ósk flugfélagsins um að fá að framkvæma viðhald á flugvélinni enda hefur það ekki nein áhrif á kyrrsetningu vélarinnar. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Samkomulagið sem Isavia og Ernir hafa náð snerist um að leyfa flugfélaginu að færa vélina inn í flugskýlið. Þau hafa aftur á móti ekki náð samkomulagi um kyrrsetninguna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greiningar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...