Ernir fær að framkvæma viðhald

Dornier-þota Ernis á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Dornier-þota Ernis á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Eggert

Isavia hefur fallist á ósk flugfélagsins Ernis um að fá að framkvæma viðhald á flugvélinni enda hefur það ekki nein áhrif á kyrrsetningu vélarinnar, sem er enn í gildi.

„Enginn stoppaður nema við“

Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segist hafa fengið flugvélina til baka en hún hafði verið í skoðun þegar hún var kyrrsett. Ekki stóð til að fljúga henni strax, enda voru erlendir flugmenn sem eru þjálfunarflugstjórar á vélinni, staddir erlendis. Erlendir tæknimenn höfðu verið að þjálfa starfsfólk Ernis í meðferð vélarinnar og búið var að draga hana að flugskýli þegar hún var kyrrsett.

„Það er eins og það hafi verið setið fyrir henni. Svona er bara lífið, það er ekkert við því að gera. Við viðurkennum að við erum í skuld en við erum ekki einir um það,“ segir Hörður en skuldin nemur 98 milljónum króna. Slíkt sé fljótt að safnast upp þegar gjöldin nema mörg hundruð þúsundum króna á degi hverjum.

„Kannski er þetta víti til varnaðar öðrum, ég veit það ekki en mig grunar það. Það hefur enginn verið stoppaður nema við en ég veit að það eru margir sem skulda.“

Hörður Guðmundsson á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Hörður Guðmundsson á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Eggert

Erfiðleikarnir tímabundnir

Aðspurður segist hann ekki vera reiður út í Isavia vegna kyrrsetningarinnar. Ernir sé elsta flugfélag á Íslandi sem hafi alltaf greitt sína reikninga og skuldir bæði til Isavia og forvera þess. Þannig muni það áfram vera. „Þetta eru tímabundnir erfiðleikar með lausafé eins og staðan er núna,“ segir hann og nefnir að það hafi reynst flugfélaginu dýrt að geta ekki innleitt nýja flugvélategund sem átti að taka í notkun síðasta sumar. Það verður gert í vor í staðinn.

„Þrátt fyrir þetta upphlaup sem kom, má segja með stórum stöfum að það er engin WOW fyrir dyrum,“ segir Hörður.

Eins og flugskóli 

Ernir heldur uppi áætlunarflugi innanlands og að sögn Harðar hefur kostnaðurinn vaxið meira en sem nemur möguleikum á hækkun fargjalda. Hann segir að sjálfsagt þurfi að grípa til einhverra ráðstafana vegna stöðunnar sem er uppi. „Það er mjög dýrt að þjálfa mannskap. Við höfum misst töluvert af flugfólkinu okkar, bæði flugvirkjum og flugmönnum, til WOW air og Icelandair. Við höfum verið að reka þetta stundum eins og flugskóla,“ segir hann og á við að fólk hafi fengið réttindi hjá þeim en stoppað kannski stutt við. Nokkrar milljónir króna kosti að þjálfa hvern flugmann og ef hann fer annað fljótlega sitji flugfélagið uppi með þjálfunarkostnað sem skili sér ekki til baka.

Hörður nefnir að öllum hafi verið gefinn kostur á að halda starfinu sínu í vetur og hefur flugfélagið því getað haldið starfsfólki sínu fyrir næsta sumar. Það hafi reynst frekar dýrt að halda því í vinnu yfir vetrarmánuðina.  

Um 70 manns starfa hjá Erni og eru flugvélarnar átta talsins, þar af þrjár minni sem eru notaðar í sérverkefni. Á meðal þeirra verkefna eru sjúkraflug til útlanda sem oft tengjast líffæraskiptum. 

Uppfært kl. 16.49:

Kyrrsetningin á flugvél flugfélagsins Ernis hefur ekki verið felld úr gildi eins og mbl.is hafði áður greint frá og hefur fréttin því verið uppfærð. Isavia féllst hins vegar á ósk flugfélagsins um að fá að framkvæma viðhald á flugvélinni enda hefur það ekki nein áhrif á kyrrsetningu vélarinnar. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Samkomulagið sem Isavia og Ernir hafa náð snerist um að leyfa flugfélaginu að færa vélina inn í flugskýlið. Þau hafa aftur á móti ekki náð samkomulagi um kyrrsetninguna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Stunguárás í Fjölsmiðjunni

14:32 Unglingspiltur var handtekinn vegna líkamsárásar en hann réðst með eggvopni á nema við Fjölsmiðjuna í Kópavogi í hádeginu. Lögreglan í Kópavogi segir málið í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Meira »

Ljóst að stjórnvöld þurfi að hafa aðkomu

14:00 Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn í næstu viku í kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hreyfing sé komin á málin. Meira »

Þegar þú ert boðaður þá mætir þú

13:52 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ósátt við að Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi kosið að senda frá sér yfirlýsingu í stað þess að mæta til fundar nefndarinnar í morgun. Meira »

Mega setja viðbótartryggingu vegna salmonellu

13:39 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði í dag íslenskum stjórnvöldum að setja viðbótartryggingar á innflutning matvæla vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti. Með tryggingunni er þess krafist að tilteknum matvælum fylgi vottorð sem byggi á sérstökum salmonellurannsóknum. Meira »

Eldur í dúfnakofa

13:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur brunaútköllum í morgun. Í öðru tilvikinu var tilkynnt um eld í dúfnakofa í Reykjavík en eldurinn reyndist minni háttar. Meira »

Fyrsta beina leiguflugið til Grænhöfðaeyja

12:40 Fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja (e. Cabo Verde) fór í loftið fyrr í vikunni á vegum ferðaskrifstofunnar VITA. Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúarflug. Meira »

Segist ekki vilja ræða ólöglegar upptökur

12:08 „Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum.“ Meira »

Var ekki beittur þrýstingi

11:58 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði aldrei lofað því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, yrði skipaður sendiherra, og að það stæði ekki til að skipa hann í stöðuna. Meira »

Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

11:50 Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Ber ekki ábyrgð á álagi fyrrverandi

11:34 Fjárnám sem gert hafði verið í fasteign konu vegna álags á vantalda skatta fyrrverandi sambúðarmanns hennar var í dag fellt úr gildi af Hæstarétti. Taldi rétturinn að þó fólkið hafi verið samskattað þegar skattarnir voru vangreiddir, þá nái álagið í formi refsikenndra viðurlaga ekki til konunnar. Meira »

Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

11:32 Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011. Meira »

Borgarstjóri sendir samúðarkveðju

11:28 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.   Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 7660348 , Alina...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Til leigu
Herbergi, stofa og svefniherbergi ásamt snyrtingu til leigu í Austurbæ Kópavogs....