Reglur um tölvupósta í mótun

Reglur um meðferð tölvupósta opinberra starfsmanna eru í mótun. Meðal annars bíður Þjóðskjalasafn Íslands eftir viðbrögðum menntamálaráðuneytisins í þessu efni.

Meðferð tölvupósta hefur verið til umræðu í tengslum við braggamálið. Eyðing tölvupósta getur varðað við lög um opinber skjalasöfn frá 2014. Samkvæmt 23. grein laganna skal Þjóðskjalasafn Íslands setja reglur um hvernig skjalastjórn og skjalavörslu í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og afhendingarskyldra aðila skuli hagað. Samkvæmt 47. grein laganna geta brot á lögunum varðað allt að þriggja ára fangelsi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, þingmenn fá afrit af tölvupóstum sínum þegar þingsetu þeirra lýkur. Tölvupóstarnir séu álitnir eign þingmanna. Alþingi varðveiti ekki tölvupósta þingmanna eftir að þeir hverfa af þingi. Póstfanginu sé lokað og frumritum póstanna eytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »