Vetrarfærð á flestum leiðum norðan- og austanlands

Það er vetrarfærð víða um land. Myndin er úr safni.
Það er vetrarfærð víða um land. Myndin er úr safni. mbl.is/Golli

Greiðfært er að mestu um sunnan- og vestanvert landið en vetrarfærð er á flestum leiðum norðan- og austanlands að sögn Vegagerðarinnar.

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og á Bláfjallavegi.

Vesturland: Snjóþekja er á Holtavörðuheiði, en hálka á Bröttubrekku og á Laxárdalsheiði. Hálkublettir eru á Fróðárheiði.

Vestfirðir: Snjóþekja er á veginum norður í Árneshrepp en víða hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum.

Norðurland: Snjóþekja er á Vatnsskarði, á Þverárfjalli og á útvegum í austur Húnavatnssýslu. Krapi er í Ólafsfjarðarmúla en hálka í vestur Húnavatnssýslu, í Skagafirði og á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru í Víkurskarði. 

Norðausturland: Hálka er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Dettifossvegi og á Hólasandi en hálka eða hálkublettir á Norðausturvegi. 

Austurland: Hálka er á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra og í Jökuldal en hálkublettir eru á Fagradal, Breiðdalsheiði, Öxi og nokkuð víða á Héraði.

Suðurland: Hálkublettir eru á Lyngdalsheiði sem og á milli Laugarvatns og Gullfoss

mbl.is