Ræddu um málefni norðurslóða

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, og …
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, og Guðlaugur Þór Þórðarson á málþinginu í dag. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Meðal þess sem rætt var um á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, á fundi þeirra sem fram fór á Síldarminjasafninu á Siglufirði fyrr í dag voru tvíhliða samskipti landanna, málefni norðurslóða, Norðurlandasamstarfið, Evrópumál og öryggis- og varnarmál. Soini er staddur hér á landi í vinnuheimsókn og kynnti sér enn fremur atvinnulíf og starfsemi fyrirtækja á Tröllaskaga.

Ráðherrarnir sóttu síðdegis málþing í Háskólanum á Akureyri um norðurslóðir hvar Guðlaugur Þór hélt ávarp og gerði meðal annars grein fyrir undirbúningi fyrir formennsku Íslands í norðurskautsráðinu sem hefst í maí. Að loknu málþinginu sóttu ráðherrarnir svo móttöku bæjarstjórans á Akureyri í fræðslusetrinu Norðurslóð. Soini fer af landi brott á morgun en mun áður skoða Alþingishúsið og hitta utanríkismálanefnd þingsins. Hann heimsótti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert