Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

Jens Gunnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, ásamt lögmanninum Vilhjálmi Vilhjálmssyni þegar málið …
Jens Gunnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, ásamt lögmanninum Vilhjálmi Vilhjálmssyni þegar málið var tekið fyrir. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017.

Pétur Axel Pétursson var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í sama máli en Jens veitti honum upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um.

Fram kemur í dómnum að Jens hafi einnig verið sakfelldur fyrir spillingu með því að hafa í tengsl­um við fram­kvæmda starfa sinna heimtað í SMS-skila­boðum pen­inga af Pétri. Auk þess var Jens sakfelldur fyrir brot í opinberu starfi sem lögreglumaður, fíkniefnabrot og vopnalagabrot.

Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að leyfisbeiðandi telji að skilyrði fyrir veitingu áfrýjunarleyfis séu uppfyllt en hann telur að sakfelling hans vegna tveggja ákæruliða af fjórum hafi verið reist á hljóðupptöku sem hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Auk þess telur leyfisbeiðandi að refsingin hafi verið mun þyngri en í sambærilegum málum.

Hæstiréttur telur hins vegar að það verði hvorki séð að leyfisbeiðnin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið né að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert