Ákvað að slökkva á símanum á kvöldin

Ísabella Lív Arnarsdóttir.
Ísabella Lív Arnarsdóttir. mbl.is/RAX

„Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“

Þetta segir Ísabella Lív Arnarsdóttir, 14 ára grunnskólanemi, sem tók það nýlega upp hjá sjálfri sér að takmarka skjánotkun þannig að hún slekkur á símanum kl. 20 á kvöldin á virkum dögum og finnur hún mikinn mun á orku og úthaldi.

„Ég ákvað um áramótin að setja mér það markmið að slökkva á símanum nokkru áður en ég færi í háttinn og svo hafði ég líka lengi haft það í huga að fara að lesa meira svo þetta hefur passað vel saman, þar sem að núna hef ég meiri tíma á kvöldin í annað og er farin að lesa miklu meira.“

Ísabella neitar því ekki að þetta sé alvöru áskorun og geti verið erfitt þegar vinkona vilji spjalla en hún reynir eftir fremsta megni að kíkja ekkert á símann eftir 20 og spjalla þá frekar morguninn eftir. Enda sé það innilega þess virði, hún sé líka miklu hressari í skólanum og orkumeiri.

Viðtal við Ísabellu Lív og umfjöllun um skjánotkun er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »