Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

Eitt málverka Gunnlaugs Blöndal. Þetta verk mun ekki vera í ...
Eitt málverka Gunnlaugs Blöndal. Þetta verk mun ekki vera í Seðlabankanum, en það var selt á uppboði 1992.

„Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, þegar hún var í gær spurð út í þá ákvörðun stjórnenda Seðlabanka Íslands að fjarlægja og setja í geymslu málverk eftir Gunnlaug Blöndal (1893-1962), einn þekktasta og vinsælasta myndlistarmann þjóðarinnar á sinni tíð.

Það spurðist út í fyrrasumar að innan Seðlabankans væri skoðað hvernig ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns yfir málverkum eftir Gunnlaug, starfmaðurinn taldi verkin ósæmileg og vildi að þau yrðu fjarlægð. Á föstudaginn var síðan í Fréttablaðinu greint frá þeirri ákvörðun bankans að fjarlægja umrædd nektarmálverk listamannsins og voru þau sett í geymslu.

Seðlabankinn á glæsilegt og vandað listaverkasafn sem prýðir húsakynnin og hefur verið safnað af miklum og virðingarverðum metnaði. Á seinni árum hefur bankinn í stað þess að kaupa ný verk veitt myndarlega og mikilvæga styrki til listamanna í hinum ýmsu greinum.

Meira af list á vinnustaði

Skiljanlega vöktu þær umtal fréttirnar af bannfæringu módelmynda Gunnlaugs Blöndal, einmitt þeirra verka listamannsins sem hafa til þessa dags verið hans vinsælustu. Bandalag íslenskra listamanna sendi frá sér yfirlýsingu og segir það undarlega tímaskekkju „puritanisma“ að ritskoða list með þessum hætti.

Undirritaður óskaði í gær eftir gögnum frá Seðlabankanum sem skýrðu á hvaða forsendum ákvörðunin um að taka listaverk eftir Gunnlaug niður byggðist, og spurði jafnframt hvort leitað hefði verið til Listasafns Íslands eða sérfræðinga eftir ráðgjöf. Harpa, forstöðumaður Listasafns Íslands, sagði aðspurð að ekki hefði verið leitað eftir neinni ráðgjöf hjá safninu. Þá væri listaverkaeign bankans safninu alveg óviðkomandi.

„Seðlabankinn gengur afar vel um verk sín og það er ekkert við það að athuga að bankinn eigi listaverk, heldur er það hið besta mál. Og það ætti að kaupa meira af myndlist inn á stóra vinnustaði,“ segir hún.

„Við höfum átt farsælt samstarf við bankann og höfum meira að segja fengið lánuð þaðan verk eftir Gunnlaug Blöndal á sýningar. Meðal annars umrætt málverk. Það ætti að vera staðfesting á gæðum þegar við fáum lánuð verk til að sýna.

Þessi verk Gunnlaugs vöktu athygli og vissulega sýndist sitt hverjum en þau voru mjög vinsæl alla tíð. Góð módelmynd eftir Gunnlaug Blöndal er eftirsótt,“ segir Harpa.

Verða sýnd á Safnanótt

Síðdegis í gær barst svar frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra á skrifstofu seðlabankastjóra. Hann segir umræðuna um nefnd málverk eiga langan aðdraganda. „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig,“ segir hann.

„Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, m.a. með hliðsjón af jafnréttisáætlun. Þessi ákvörðun [um að fjarlægja málverkin] hefur ekkert að gera með listrænt mat og felur ekki í sér neinn dóm um þessar myndir. Hér var um að ræða uppsetningu vinnuumhverfis og þar sem myndirnar virtust á þessum stað hafa truflandi áhrif var sátt um að þær gætu ekki verið þar. Um er að ræða tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal.“

Þá bætir Stefán Jóhann við að búið sé að taka ákvörðun um að sýna verkin í Seðlabankanum á Safnanótt hinn 8. febrúar næstkomandi – búast má við því að sú sýning veki áhuga.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Tek að mér
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...