Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Teigsskógur í Reykhólasveit.
Teigsskógur í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið, leið Þ-H, vegna vegagerðar á Vestfjarðavegi 60. Þar með hafnaði sveitarstjórnin svokallaðri R-leið um Reykjanes og yfir Þorskafjörð utanverðan.

Tillaga Ingimars Ingimarssonar, oddvita Reykhólahrepps, um íbúakosningu um legu vegarins gegnum Reykhólahrepp var hafnað og var hann sá eini er greiddi atkvæði með tillögunni, þrír greiddu atkvæði á móti og einn sat hjá.

Sveitarstjórnarmenn deildu um hvort farin yrði leið Þ-H eða leið ...
Sveitarstjórnarmenn deildu um hvort farin yrði leið Þ-H eða leið R. mbl.is

„Það eru mikil vonbrigði að sveitarstjórnarfólk Reykhólahrepps skuli ekki taka undir með tillögu um íbúakosningu. Íbúakosning er besti mælikvarðinn sem við höfum til að mæla hug íbúa í eins stóru máli og þessu. Það að hafna íbúalýðræði í svo stóru máli er mikið ábyrgðarmál,“ segir í bókun Ingimars vegna höfnunar tillögunnar.

Skipulagsvaldið í raun tekið af sveitarfélaginu

Í framhaldinu lögðu þær Árný Huld Haraldsdóttir varaoddviti og Jóhanna Ösp Einarsdóttir fram bókanir, en nokkrir sveitarstjórnarfulltrúanna telja að skipulagsvald hafi í raun verið tekið af sveitarfélaginu í málinu.  

„Ég hef lagt mig fram um að skoða allar teiknaðar leiðir vel og vandlega og hef fundið kosti og galla hverrar leiðar en hef í rauninni ekki val. Ég hefði viljað að sveitarfélagið myndi bjóða upp á íbúakosningu þannig að ef meirihluti íbúa myndi taka þátt í slíkri kosningu yrði hún bindandi en tel að um leið og skipulagsvaldið var tekið af sveitarstjórn hafi einnig verið lokað á lýðræðislega íbúakosningu. Skipulagsvaldið í þessu máli er ekki okkar heldur formsatriði til að uppfylla,“ sagði í bókun Árnýjar Huldar. 

„Ég er fylgjandi íbúalýðræði, en þar sem sveitarfélaginu hafa verið settar fjárhagslegar skorður og skýrt tekið fram af stjórnvöldum að aðeins ein leið sé fær þá gildir það jafnt um sveitarstjórn sem íbúa,“ sagði í bókun Jóhönnu Aspar.

Því næst var borin undir fundinn tillaga um að leið Þ-H yrði valin og var hún samþykkt sem fyrr sagði og lýstu þá fundarmenn afstöðu sinni til niðurstöðunnar. 

Skoðuð verði réttarstaðan gagnvart Vegagerðinni

Árný Huld, flutningsmaður tillögunnar, bókaði að hún teldi sig ekki hafa raunverulegt val um hvaða leið yrði farin, líkt og áður hafði komið fram. Raunverulegt skipulagsvald hafi Vegagerðin tekið af sveitarstjórn Reykhólahrepps. 

„Ég hefði viljað að sveitarfélagið myndi bjóða upp á íbúakosningu þannig að ef meirihluti íbúa myndi taka þátt í slíkri kosningu yrði hún bindandi en tel að um leið og skipulagsvaldið var tekið af sveitarstjórn hafi einnig verið lokað á lýðræðislega íbúakosningu. Skipulagsvaldið í þessu máli er ekki okkar heldur formsatriði til að uppfylla,“ sagði í bókun hennar.

„Á fundum sem ég hef sótt með Vegagerð Ríkisins og samgönguráðherra mátti skilja að búið sé að ákveða skipulagið fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps. Á fundinum var farið yfir það að ein leið sé í boði og verði hún ekki farin verði engin leið farin og fjármagnið verði flutt í önnur verkefni. Þessi leið er svokölluð Þ-H leið um Vestfjarðaveg (60),“ bókaði Árný Huld.

Að lokum benti hún á alvarleika þess að skipulagsvaldið væri tekið af sveitarfélögum. „Legg ég þá til að skoðað verði með lögfræðingum sveitarfélagsins hvort lögð verði fram stjórnsýslukæra þess efnis á hendur Vegagerðinni,“ sagði Árný Huld.

Harma framgöngu nærliggjandi sveitarfélaga

Þær Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Embla Dögg B. Jónasdóttir samþykktu tillöguna um leið Þ-H, meðal annars með vísan til þess að leið R uppfyllti ekki staðla um umferðaröryggi og væri því ekki fær. Einnig gagnrýndu þær að sveitarfélaginu hefðu verið settar fjárhagslegar skorður við leiðarvalið og að þær litu svo á að það hefði ekki raunverulegt val um leið. 

„Að lokum langar okkur að taka fram að við hörmum framgöngu nærliggjandi sveitarfélaga í þessu ferli, þar sem fram hefur komið yfirgangur, ásamt miklum þrýstingi á sveitarfélag sem er að uppfylla skyldu sína um rannsóknarvinnu í aðalskipulagsbreytingu. Sveitarfélögin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma rof á samstöðu í stað þess að sýna Reykhólahrepp[i] samstöðu í þessu ferli,“ sagði einnig í bókun þeirra.

„Hótanir, kúgun og áburður borið tilætlaðan árangur“

Oddvitinn, Ingimar, lagði að lokum fram bókun um málið. 

Undirritaður lýsir vonbrigðum sínum yfir leiðarvali meirihlutans. Ljóst er að hótanir, kúgun og áburður Vegagerðarinnar, nágrannasveitarfélaga og fjórðungssambandsins hafa borið tilætlaðan árangur. Málið hefur setið botnfrosið í 17 ár og litlar líkur á að það breytist í bráð. Í ljósi sögunnar hlýtur öllum að vera ljóst að Teigskógarleið verður seint eða aldrei farin. Loksins þegar sá fyrir endann á áratuga deilum, með leið sem sætti sjónarmið vegagerðar, samfélagsáhrifa og náttúrverndar, keyrir vegagerðin, nágrannar okkar og fjórðungssambandið, sem við erum enn hluti af, með ofbeldi og ofsa gagnvart okkur. Teigskógur skal það vera.“ 

Því næst vísaði Ingimar til skyldna sveitarstjórnarmanna gagnvart sveitarfélaginu og sagði það ábyrgðarhluta að veljast í sveitarstjórn.

„Þá samfélagsábyrgð ber að taka alvarlega, líka þegar að okkur er vegið. Sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga í skipulagsmálum er óumdeildur, það eru því léttvæg rök að segja að við séum neydd til einhvers. Við erum ekki neydd til þess að lúta valdi [V]egagerðarinnar, við erum kosin af íbúum Reykhólahrepps til þess að fara með stjórn sveitarfélagsins og fara með skipulagsvaldið. Vegagerðin er ekki kosin af fólki til þess að fara með skipulagsvald, [V]egagerðin fer ekki með skipulagsvald,“ bókaði hann.

„Þau umhverfisáhrif sem Teigskógarleiðin mun hafa eru gríðarleg og óafturkræf það dylst engum. Það eru því litlar líkur á því að sú leið verði nokkurn tímann að veruleika. Þetta vita fulltrúar [V]egagerðarinnar, þetta veit ráðherra, samt skal haldið áfram og reynt. Nú á að gera Reykhólahrepp að tilraunastöð fyrir umhverfisofbeldi [V]egagerðarinnar með stuðningi [s]amgönguráðherra í þeim eina tilgangi að athuga hversu langt þeir komast. Leitt þykir mér að sveitarstjórnarfulltrúar Reykhólahrepps skuli ætla að vera tilraunadýr Vegagerðarinnar í þessu máli. Málatilbúnaður þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í landi Teigskóga hefur aldrei verið sterkari enda þeim verið gefi[n] upp í hendurnar hálfranns[ökuð] leið sem þjónustustofnun ríkisins, Vegagerðin, hefur neitað að rannsaka, ásamt því að stilla sveitarstjórn upp við vegg með hótunum. Vegferð Þ-H leiðarfólks verður því flókin og erfið,“ bókaði Ingimar.

Hér má finna fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps frá fundinum í dag í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »

35 teknir fyrir vímuakstur

11:40 Síðasta vika var óvenjuslæm þegar kemur að fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu en slysin voru fimmtán og í þeim slösuðust tuttugu og fjórir. 35 ökumenn voru staðnir að ölvunar- og fíkniefnaakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Meira »

Matarboð fyrir einhleypa

09:55 Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Meira »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »

Vegum lokað vegna ófærðar

07:21 Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs og slæmrar færðar á landinu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi. Meira »
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...
Pallhýsi Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...