Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans.

Þar lýsa þingmennirnir yfir óánægju sinni með skipun nýrrar forsætisnefndar sem skal hafa það eina verkefni að koma Klaustursmálinu áfram til siðanefndar Alþingis. Þingmennirnir vísa til bréfs þeirra til forseta Alþingis frá 17. janúar „sem þú virðist hafa kosið að virða ekki svars“.

„Þessi málsmeðferð er andstæð 3. mgr. 17. gr. siðareglna fyrir alþingsmenn. Þar er mælt fortakslaust fyrir um að þingmaður sem sakaður er um að hafa brotið siðareglur skuli „ávallt eiga þess kost, meðan mál hans er til umfjöllunar hjá forsætisnefnd, að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og upplýsingum,“ segir í bréfinu.

„Þetta er ekki aðeins ámælisvert heldur er þetta einnig til þess fallið að gera meðferð málsins óvandaðri, líkt og lýst er í bréfinu frá 17. jan. sl. Erfitt er að taka þessu sem öðru en vísbendingu um óvild forseta í okkar garð. Sama má segja um ítrekaða vanrækslu að verða við beiðni okkar um afhendingu gagna sem upphaflega var sett fram 13. des. sl.“

Fjórmenningarnir tala um að ætlun Steingríms sé að halda þeim í myrkrinu um hvað hann sjái fyrir sér í málinu og mótmæla hugmyndum um að þingið kjósi svonefnda „viðbótarvaraforseta“ úr hópi þingmanna til að meta málið.

„Við mótmælum lögmæti þessarar tillögu og bendum m.a. á að þessi aðferð er andstæð siðareglum fyrir alþingismenn. Þær eru afdráttarlausar um að forsætisnefnd eigi að fjalla um mál skv. þeim og heimila engin afbrigði. Þegar af þeirri ástæðu virðist tillaga þín enga skoðun geta staðist.“

Bréfið í heild sinni:

„Vísað er til bréfs okkar til þín 17. jan. sl. sem þú virðist hafa kosið að virða ekki svars.

Þessi málsmeðferð er andstæð 3. mgr. 17. gr. siðareglna fyrir alþingsmenn. Þar er mælt fortakslaust fyrir um að þingmaður sem sakaður er um að hafa brotið siðareglur skuli „ávallt eiga þess kost, meðan mál hans er til umfjöllunar hjá forsætisnefnd, að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og upplýsingum.“

Þetta er ekki aðeins ámælisvert heldur er þetta einnig til þess fallið að gera meðferð málsins óvandaðri, líkt og lýst er í bréfinu frá 17. jan. sl. Erfitt er að taka þessu sem öðru en vísbendingu um óvild forseta í okkar garð. Sama má segja um ítrekaða vanrækslu að verða við beiðni okkar um afhendingu gagna sem upphaflega var sett fram 13. des. sl.

II.

Þótt ætlunin sé greinilega að halda okkur í myrkrinu um hvað þú sérð fyrir þér fram undan teljum við rétt að koma hér á framfæri okkar sjónarmiðum um þá hugmynd um „viðbótarvaraforseta“ sem höfð hefur verið eftir þér í fjölmiðlum. Skv. því sem þar greinir virðist hugmynd þín vera sú að þingið kjósi svonefnda „viðbótarvaraforseta“ úr hópi þingmanna sem sagðir eru „hæfir til umfjöllunar“ um mál okkar. Þeir myndi síðan „eins konar undirforsætisnefnd“ og eigi að fjalla um mál okkar. Þetta verði gert „með afbrigðum frá þingsköpum.“ Sjá frétt á mbl.is frá 15. jan. sl.

III.

Við mótmælum lögmæti þessarar tillögu og bendum m.a. á að þessi aðferð er andstæð siðareglum fyrir alþingismenn. Þær eru afdráttarlausar um að forsætisnefnd eigi að fjalla um mál skv. þeim og heimila engin afbrigði. Þegar af þeirri ástæðu virðist tillaga þín enga skoðun geta staðist.

Auk þessa viljum við vekja athygli á eftirfarandi:

1) Siðareglur fyrir alþingismenn fela forsætisnefnd meðferð og afgreiðslu mála skv. reglunum. Þegar siðareglurnar vísa til forsætisnefndar er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar sé vísað til þeirra tilteknu forsætisnefndar sem starfar skv. ákvæðum laga um þingsköp. Hvergi í siðareglunum er að finna heimild til að víkja frá þessu og fela öðrum nefndum meðferð og afgreiðslu þessara mála. Tillaga um að sérstök nefnd þingmanna sem eru titlaðir „viðbótarvaraforsetar" er því andstæð ákvæðum siðareglna. Breytir þar engu þótt nefndin sé sögð „eins konar undirforsætisnefnd.“ 

2) Forsætisnefnd er skipuð með sérstökum hætti og hefur sérstöku hlutverki að gegna í störfum þingsins.

  1. Forsætisnefnd er skipuð forseta og sex varaforsetum. Fjöldi varaforseta var ákveðinn með lögum nr. 74/1992 með það í huga að varaforsetar endurspegluðu þingflokkana sem þá störfuðu. Nú hefur þetta fyrirkomulag hins vegar staðið óbreytt um langa hríð. Þingflokkum hefur fjölgað og forsætisnefnd er skipuð færri nefndarmönnum en fastanefndir þingsins sem eru að jafnaði skipaðar níu mönnum. Af þessu leiðir að við kosningu varaforseta þurfa þingmenn einstakra þingflokka að huga sérstaklega að því hvernig þeir kasta atkvæðum sínum, enda ekki sjálfgefið að þingflokki þeirra lánist að tryggja að einn varaforseta komi úr þingflokknum.
  2. Forseta og varaforseta skal kjósa fyrst eftir að þing kemur saman eftir alþingskosningar. Sjá 3. gr. laga um þingsköp. Kosningin gildir fyrir allt kjörtímabilið þó unnt sé skv. beiðni meiri hluta þingmanna að kjósa forseta og varaforseta aftur. Gerist þetta fellur hins vegar hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram. Sjá 6. gr. laga um þingsköp. Þetta er ólíkt þeirri reglu sem gildir um fastanefndir þingsins en þingflokkum er heimilt að „hrókera,“ ef svo má segja, sínum þingmönnum milli þeirra. Sjá 16. gr. laga um þingsköp.
  3. Forsætisnefnd ber alveg sérstaka ábyrgð á störfum þingsins, skipuleggur þinghaldið og gerir starfsáætlun fyrir hvert þing. Forseti og varaforseti stýra síðan þinghaldi innan marka þingskapa. Sjá 10. gr. laga um þingsköp. Nefndin ræður jafnframt skrifstofustjóra. Sjá 11. gr. laga um þingsköp. Þá setur forsætisnefnd reglur um skrá þingmanna á fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings. Sjá 87. gr. laga um þingsköp. Þá skal forsætisnefnd undirbúa og leggja fram þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn og fjalla um mál er varða siðareglur alþingismanna, framkvæmd þeirra og brot á þeim. Sjá 88. gr. laga um þingsköp.

3) Skipun forsætisnefndar og hlutverk er skv. þessu slíkt að búast má við að nefndarmenn, forseti og varaforsetar, séu reyndir þingmenn. Þeir þekki sérstaklega til starfa þingsins og þingmanna og njóti sérstaks trausts í sínum þingflokkum og jafnvel út fyrir raðir þeirra. Þá gildir skipan nefndarinnar út allt kjörtímabilið. Því má búast við að hrókeringar geti lítt átt sér stað með sæti í nefndinni og nefndarsetan sé eins varanleg og unnt sé. Hafa þessi atriði öll væntanlega skipt máli þegar hlutverk forsætisnefndar var ákveðið í siðareglunum.

4) Þegar siðareglur fyrir alþingsmenn voru samþykktar var út frá því gengið að forsætisnefnd myndi fjalla um mál skv. siðareglunum. Orðalag siðareglnanna er afdráttarlaust um þetta og forsaga setningar þeirra undirstrikar þetta. Við setningu þeirra voru nefnilega gerðar breytingar til að árétta að það væri forsætisnefnd sem færi með „úrskurðarvald“ í þessum málum, ekki siðanefnd sem var einungis ætlað ráðgefandi hlutverk gagnvart forsætisnefnd. Tæpast hefði því, við umfjöllun um setningu siðareglnanna

hlotið brautargengi tillaga um að „úrskurðarvald“ í málum sem þessum skyldi fyrir komið í sérstakri nefnd, ótilgreinds fjölda þingmanna, sem yrðu kosnir eftir að kvörtun lægi fyrir, sem „viðbótarvaraforsetar“.

5) Virðist því óhjákvæmilegt að skýra siðareglurnar svo að umfjöllun „viðbótarvaraforseta“ í stað forsætisnefndar um mál skv. siðareglunum væri andstæð þeim.

5) Ekkert í lögum um þingsköp virðist geta breytt þessu. Þvert á móti virðist  kosning „viðbótarvaraforseta“ í þessu augnamiði andstæð lögum um þingsköp. Þannig mælir 88. gr. þeirra laga sérstaklega fyrir um að forsætisnefnd fjalli um mál er varða siðareglur alþingismanna, framkvæmd þeirra og ætluð brot gegn þeim. Ákvæðið er fortakslaust og sérstaks eðlis, sbr. m.a. það sem að framan greinir. Alþingi virðist því t.d. óheimilt vísa þessum málum til annarrar nefndar, sbr. almenna heimild í 32. gr. um kosningu sérnefndar til að „íhuga einstök mál“.

6) Óhugsandi virðist að 94. gr. laga um þingsköp geti breytt einhverju um niðurstöðuna. Ákvæðið víkur frá þeirri meginreglu stjórnskipunarinnar að sett lög þurfi til að breyta öðrum settum lögum. Heimild 94. gr. verður því aðeins beitt af [ý]trustu varúð. Hefur enda verið litið svo á að hún heimili einkum að brugðið sé frá þingsköpum fyrir frumvörpum og öðrum þingmálum, t.d. um fresti fyrir framlagningu og tíma á milli umræða. Greinargerðin með því frumvarpi sem varð að lögum um þingsköp gefur þetta eindregið í skyn. Tveir þriðju hlutar þingmanna geta því vart í skjóli þessa ákvæðis sett nýjar leikreglur, eftir að mál er komið upp skv. siðreglum, um meðferð mála skv. þeim. Meðferð þeirra er á forræði forsætisnefndar skv. bæði siðareglunum og sérstöku ófrávíkjanlegu ákvæði 88. gr. laga um þingsköp. Hér má reyndar, svo það sé nefnt, einnig horfa til þess að 88. gr. laga um þingsköp var sett með lögum nr. 84/2011. Þau lög teljast því yngri en ákvæði 94. gr. og skv. meginreglunni gilda yngri ákvæði umfram eldri.

IV.

Loks viljum við vekja athygli á siðferðislegri og laglegri þýðingu þess að málsmeðferð kvartana gegn þingmönnum fari fram skv. fyrirfram ákveðnum og fyrirsjáanlegum leikreglum. Slík málsmeðferð hefur verið talin aðalsmerki réttarríkisins og réttlátrar og sanngjarnrar málsmeðferðar.

Anna Kolbrún Árnadóttir

Bergþór Ólason

Gunnar Bragi Sveinsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson“

mbl.is

Innlent »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »

Eru að breyta skoðunarhandbók

13:30 Ýmsar breytingar eru fyrirsjáanlegar varðandi þau atriði sem skoðunarstöðvar fara eftir er ökutæki eru tekin til aðalskoðunar. Sú vinna er þegar hafin hjá Samgöngustofu, í tengslum við ESB-tilskipun um skoðun ökutækja, sem fjallar meðal annars um mikilvægi réttrar skráningar á stöðu kílómetramæla. Meira »

„Hálfgerð blekking“

13:29 „Það er mikill misskilningur að þetta sé einhver kjarabót til láglaunafólks. Það er sama krónutalan upp allan stigann, þannig að þær dylgjur eiga bara ekki rétt á sér,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is innt álits á skattatillögum ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að til standi að frysta persónuafslátt í þrjú ár. Meira »

Reyndu að tæla barn upp í bíl

12:45 Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bifreið sem þeir voru í um klukkan ellefu í morgun. Ekki náðist í lögreglu til að fá upplýsingar um hvar í borginni atvikið átti sér stað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu á stöð þrjú sem er í Kópavogi og Breiðholti. Meira »

Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

12:39 Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september. Meira »

Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra

12:23 Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi, en staðan hefur verið auglýst með formlegum hætti í Lögbirtingablaðinu. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur þá út, en hann hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Meira »

Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“

11:59 „Virkni kerfisins er það sem skiptir máli,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann brást við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Meira »

„Vorum aldrei kölluð að borðinu“

11:58 „Þetta er bara pólitík og ekkert annað og kom mér ekkert á óvart. Menn ætluðu sér alltaf að fara í hvalveiðar,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Meira »

Loftslagsverkfall stúdenta á morgun

11:53 Efnt er til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli á morgun, 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12 og 13. Landssamtök íslenskra stúdenta boða til loftslagsverkfallsins. Meira »

Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“

11:36 „Við skiljum sjónarmið þess að það þurfi að gæta varkárni en að sama skapi þá hefðum við viljað ganga lengra,“ segir varaformaður Samtakanna ´78. Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að samkynhneigðum mönnum verði leyft að gefa blóð tólf mánuðum eftir samræði við annan mann. Meira »

Elín og Kóngulær tilnefndar

11:27 Skáldsagan Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt fyrir stundu. Meira »

Kaupir helmingshlut í Sea Data Center

11:00 Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmingshlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi. Meira »

Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar

10:54 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í dag og baðst afsökunar á framgöngu sinni í umræðum í þinginu í gærkvöldi. Meira »

„Heppnasti maður í heimi“

10:35 Íslenski ferðamaðurinn sem lifði af 20 metra hátt fall á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku á mánudag er „heppnasti maður í heimi“, að sögn Roy van Schoor, björgunarsveitarmanns sem kom að aðgerðunum. Hann ræddi björgunina í viðtali á útvarpsstöðinni Cape Talk í gær. Meira »

Hamingjusamir veikjast sjaldnar

10:05 Hamingjusamt fólk verður sjaldnar veikt, fær til að mynda sjaldnar kvef og lifir yfirleitt lengur. Þetta segir Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Meira »

Jón Baldvin kærir „slúðurbera“

09:21 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur kært fólk, sem hann nefnir „slúðurbera“ í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...