Dönsk strá og pálmatré

Pálmatré í Vogabyggð.
Pálmatré í Vogabyggð. Tölvuteikning

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokknum, taka undir gagnrýni Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, varðandi kostnað við nýtt listaverk í Vogabyggð. 

Eyþór skrifar á Facebook í gærkvöldi: „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“

Okey, þó að það gefi manni mikið að horfa á pálmatré, þá gefur það manni þúsundfalt meir að horfa upp á húsnæðisöryggi. Í fréttum kom fram að Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til að kaupa þessi tvö pálmatré í hjúpum. Ég held að margir efnaminni borgarbúar þrái að búa á hlýjum, öruggum stað, í stað þess að sjá rándýrar áminningar um suðræna og hlýja stemningu. Stemningu sem þeir geta svo aldrei komist í því þeir hafa aldrei efni á því að komast til sólarlanda,“ skrifar Sanna Magdalena en færslur þeirra má lesa í heild hér að neðan.

Pálmatré, tillaga þýska listamannsins Karin Sander, bar sigur úr býtum í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám sé komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum og að frá þeim stafi ljós og hlýja, samkvæmt fréttatilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Þar kemur fram að greiddar verði 140 milljónir króna fyrir og er verkefnið kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðaeigendum í Vogabyggð. 

 

Í umsögn dómnefndar segir:
„Tillagan er óvænt, skemmtileg og djörf. Pálmatrjám er komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett eru niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Frá þeim stafar hlýja og ljós. Pálmatré bera með sér andblæ suðrænna landa, eins og höfundur tillögunnar bendir á. Þau eru tákn heitra og framandi staða og menningar og fela um leið í sér minni um útópíu þar sem paradísarástand ríkir. Hér skjóta þau rótum í köldu og hrjóstrugu landi – rétt eins og fólk frá framandi slóðum sem hefur sest hér að.

Gróðurhúsin gefa torginu og öllu umhverfinu ævintýralegan blæ, að nóttu sem degi, og verða áberandi kennileiti sem á eftir að vekja athygli. Í þeim má líka lesa tíma því íbúarnir geta fylgst með trjánum vaxa frá því að vera lítil og þar til þau verða stór og bera ávexti. Það mætti jafnvel líta á gróðurhúsin sem stór tilraunaglös. Verkið skapar örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa. Það virkjar rýmið án þess að taka yfir torgið og gefur því mannlífinu pláss fyrir ýmiss konar leik og störf.

Þarna verður vafalaust til skemmtilegt mannlífstorg sem tengist hjóla- og göngustígum í þessu nýja borgarhverfi og göngubrú sem liggur yfir síkið að tanga í Elliðaárósum sem kallast nú Fleyvangur. Á tanganum verða meðal annars grunn- og leikskóli og hverfisgarður. Sjá má fyrir sér að gönguleið skólabarnanna fram hjá pálmatrjánum yfir á tangann og heim aftur verði gefandi og skemmtileg. Hugmyndin að tillögunni er einföld en djörf og frumleg og útfærslan sterk og sannfærandi. Í stað þess að líkja eftir nálægri náttúru kallast verkið á við náttúruna úr annarri átt. Tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré, til að mynda japönsk kirsuberjatré, eftir 10 til 15 ár óski íbúarnir þess. Það er kostur að íbúarnir öðlist þannig beina hlutdeild í þróun verksins.“ 

Karin Sander er fædd í Þýskalandi árið 1957. Hún er á meðal þeirra listamanna sem sett hafa svip sinn á alþjóðlega samtímalist með verkum sem bæði hafa verið sýnd á viðurkenndum sýningarstöðum og sett upp í almenningsrými. Listaverk hennar einkennast af samtali við umhverfið, sögu staða og samfélagslega tengingu. Á ferli sínum hefur Karin Sander hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og eru listaverk hennar í eigu alþjóðlegra safna. Hún hefur unnið fjölda stórra verka, bæði tímabundin og varanleg verk í almenningsrými. Karin Sander er búsett í Berlín en hefur verið tíður gestur hér á landi allt frá 1993, og hefur átt verk á fjölda sýninga víða um land. 

Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen. Í umsögn dómnefndar segir: „Endless Lamppost er skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð. Verkið er óður til verka Constantin Brancusi Endless Column og vísar því í listasöguna um leið og tillagan vekur upp spurningar um af hverju borgin lítur út eins og hún gerir. Tillagan er húmorísk og bætir ljóðrænni vídd í hversdaginn í þessu nýja hverfi. Við vissar aðstæður getur ljósið á þessum háa staur verið eins og stjarna yfir byggðinni.“

A Kassen er samstarfsverkefni dönsku listamannanna Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Søren Petersen og Tommy Petersen. Hópurinn hefur starfað frá árinu 2004 og hafa verk þeirra verið sýnd víða á alþjóðlegum vettvangi. List þeirra er gáskafull, lúmsk og opnar fyrir óvæntar upplifanir af umhverfi og menningu. Listaverk eftir þá hafa verið sett upp í almenningsrými víða í Evrópu, mest á Norðurlöndunum.  

Í deiliskipulagi Vogabyggðar kemur fram að listaverk skuli vera hluti af heildarhönnun almenningsrýma í hverfinu. Það er í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og hluti af samningsmarkmiðum við núverandi lóðahafa á svæðinu. Fjárhæð sem verja á til kaupa á listaverki eða listaverkum nemur 140 milljónum króna og er verkefnið kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðaeigendum í Vogabyggð. 

Samkeppnin var haldin samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) – lokuð samkeppni með opnu forvali. 165 myndlistamenn lýstu yfir áhuga á þátttöku í samkeppninni, en forvalsnefnd valdi úr innsendum umsóknum átta listamenn eða hópa til að taka þátt í lokuðum hluta samkeppninnar. Samkeppnin var auglýst alþjóðlega og bárust 70% umsókna í forvalshluta frá listamönnum búsettum erlendis. 

Þeir listamenn sem valdir voru til þátttöku í samkeppninni voru listamannahópurinn A Kassen, Alicja Kwade, Carl Boutard, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Karin Sander, Rósa Gísladóttir og Tomás Saraceno. Þessum listamönnum var falið að skila inn einni til tveimur tillögum hver, en jafnframt var heimilt er að skila tveimur útgáfum af sömu tillögu. Alls bárust þrettán gildar tillögur. 

Í dómnefnd sátu Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg, Ólöf Nordal, myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Íslands, auk myndlistarmannanna Baldurs Geirs Bragasonar og Ragnhildar Stefánsdóttur. 

Í forvalsnefnd sátu Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, formaður forvalsnefndar, Elsa Yeoman, þáverandi formaður menningar- og ferðamálaráðs og Elísabet Brynhildardóttir, myndlistarmaður.

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stendur að baki samkeppninni. mbl.is

Innlent »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »

Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi

19:58 Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Konan var ákærð fyrir að hafa beitt stjúpson sinn ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt yfirgang og ruddalegt athæfi. Meira »

Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina

19:44 Ár hvert veitir velferðarráð hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Styrkþegar, sem hlotið hafa styrk fyrir árið 2019, veittu þeim viðtöku í Iðnó í gær. Veittir voru styrkir fyrir einstök verkefni og starf félaga- og hagsmunasamtaka var styrkt til eins eða þriggja ára. Meira »

„Betri án þín“ með Töru áfram?

19:40 Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Meira »

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

19:37 Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Meira »

„Boðið er búið og mér var ekki boðið“

19:31 Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur í Höfða í dag barst ekki Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur. Meira »

Þurfi að vernda íslenska náttúru

18:44 Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu- Meira »

Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum

18:37 Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Meira »

Sammæltumst um að vera ósammála

18:28 „Ég lagði áherslu á tvö mál á fundinum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um fund hennar með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Meira »

Gert að greiða miskabætur vegna fréttar

18:24 Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Meira »

„Frikki Meló“ kveður Melabúðina

17:54 Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni. Meira »

Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu

17:32 Sagafilm hefur tryggt sér rétt til að þróa leikna sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni Hilmu eftir Óskar Guðmundsson. Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti & Veröld og Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm undirrituðu í dag samning þess efnis að Sagafilm getur þróað og framleitt sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni. Meira »

Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi

17:22 Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ári síðan fyrir mann­dráp af gá­leysi. Framlengdi Landsréttur dóminn um einn mánuð. Meira »

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

17:16 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær. Magnús hefur verið formaður frá 2017 og byrjar nú seinna kjörtímabil sitt sem formaður, en því lýkur 2021. Meira »

Aflinn dregst saman um 57 prósent

17:01 Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 46,6 þúsund tonn, eða 57% minni en í janúar á síðasta ári. Samdráttur aflans skýrist af skorti á loðnu, en engin loðna veiddist í janúar samanborið við 68 þúsund tonn í janúar á síðasta ári. Meira »

Móttökuskóli ekki ákveðinn

16:46 Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur skilað tillögum um bætta móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í grunnskólum Reykjavíkur. Tillögur hópsins byggja m.a. á reynslu Norðmanna og annarra Norðurlandaþjóða. Meira »

„Boltinn er bara alls staðar“

16:16 „Við höfum verið í óformlegum samtölum bæði við atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna undanfarnar vikur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is vegna gagntilboðs Eflingar til Samtaka atvinnulífsins sem sett var fram í dag Meira »