Fjarskiptaleiðin vestur biluð

Ísland er nú aðeins tengt með tveimur fjarskiptasæstrengjum til Evrópu.
Ísland er nú aðeins tengt með tveimur fjarskiptasæstrengjum til Evrópu. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ísland er nú aðeins tengt með tveimur fjarskiptasæstrengjum til Evrópu eftir að bilun varð í Greenland Connect-strengnum, en hann er eina tenging landsins vestur um haf.

Nokkur fyrirtæki og stofnanir kaupa sambönd á þessum streng og verða að nota varaleiðir um Evrópu. Á vef Farice, sem rekur íslensku sæstrengina til Evrópu, kemur fram að bilunin skerði fjarskiptaöryggi Íslands nú um stundir.

Austurleið Grænlands, sem liggur um Ísland, hefur verið biluð frá 27. desember. Bilunin er 624 kílómetra suður af Nuuk. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hún varð ekki vegna fiskveiða, eins og algengt er. Erfitt hefur verið að fá viðgerðarskip og ekki er von á að hægt verði að gera við strenginn fyrr en í apríl í fyrsta lagi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »