Veit að hann er ekki búinn að toppa

Hilmari Snæ Örvarssyni hefur gengið vel í skíðabrekkunum í vetur.
Hilmari Snæ Örvarssyni hefur gengið vel í skíðabrekkunum í vetur.

„Auðvitað langar mig að halda áfram, alla vega meðan ég er að bæta mig og áhuginn er fyrir hendi. Ég veit að ég er ekki búinn að toppa í þessu sporti.

Það er hins vegar svo margt sem spilar inn í dæmið, svo sem hvaða nám ég mun fara í og æfingaaðstaðan. Til að taka sem mestum framförum þarf ég að geta æft og keppt reglulega erlendis. Þess vegna verð ég eiginlega að taka stöðuna á hverju hausti. Sjá hvar ég stend.“

Þetta segir Hilmar Snær Örvarsson í Sunnudagsblaðinu en hann var hársbreidd frá bronsinu í svigi í flokki standandi skíðamanna á HM fatlaðra í alpagreinum um daginn.

Hilmar Snær missti annan fótinn vegna krabbameins þegar hann var átta ára en segir það áfall hafa styrkt sig og hvatt til dáða, bæði í íþróttum og lífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert