Stormur og slæmt ferðaveður

Veðurstofan varar við stormi á morgun.
Veðurstofan varar við stormi á morgun. Ljósmynd/Veðurstofa íslands

Gul viðvörun er í gildi vegna austanhvassviðris eða -storms á Suðurlandi, Faxaflóa, Suðausturlandi og miðhálendi á morgun. Vindhviður geta farið yfir 40 m/s í Öræfum síðdegis á morgun.

Spár gera ráð fyrir vaxandi austanátt í kvöld með skafrenningi. 15 til 23 m/s í fyrramálið sunnan- og suðvestanlands en hvessir enn frekar þegar líður á daginn. Gert er ráð fyrir 18 til 28 m/s síðdegis, hvassast við fjöll á Suðurlandi.

Í athugasemd veðurfræðings segir að hvassviðrinu geti fylgt talsverður skafrenningur fram eftir morgundegi þar til hlánar og verði síðan mjög mikil hálka. Vegfarendur sýni aðgát.

Viðvörunin tekur gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og miðhálendi í nótt og snemma í fyrramálið. Á báðum svæðum má búast við skafrenningi og slæmu ferðaveðri.

Viðvörunin tekur gildi á Suðausturlandi um miðjan morgundaginn. Þá mun ganga í austanstorm eða -rok í Öræfum með slyddu eða rigningu. Varasöm færð fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Viðvörunin gildir fram á miðvikudagsmorgun á öllum stöðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina