Vaxandi taktur í viðræðum

Vinnufúsar hendur við húsasmíði.
Vinnufúsar hendur við húsasmíði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gengur hægt en gengur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, um stöðuna í viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins.

„Takturinn í viðræðunum hefur verið jafn en ég tel hann fara vaxandi núna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Næsti samningafundur í kjaradeilu SGS og SA er áætlaður á morgun, þriðjudag, og samflot iðnaðarmannafélaga og Landssamband íslenskra verslunarmanna funda einnig eftir helgi Á miðvikudag er boðaður fundur fjögurra félaga á Suðvesturlandi sem vísað hafa deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrir utan formlega samningafundi er verið að ræða ýmis sérmál í minni hópum. Björn segir að á meðan menn ræði saman og reyni að finna lausnir þokist viðræðurnar nær samningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert