Meira heitt vatn af Hellisheiði í haust

Varmastöðin við Hellisheiðarvirkjun verður stækkuð og gerðar ákveðnar breytingar á …
Varmastöðin við Hellisheiðarvirkjun verður stækkuð og gerðar ákveðnar breytingar á vinnsluferlum þar næsta haust. mbl.is/​Hari

Stefnt er að því að auka varmaframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar úr rúmlega 130 megavöttum (MW) af varmaorku í 200 MW næsta haust. Varmastöðin verður stækkuð og gerðar ákveðnar breytingar á vinnsluferlum þar.

Ekki er útlit fyrir, að svo stöddu, að grípa þurfi til takmarkana á notkun heits vatns á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, í Morgunblaðinu í dag.

Til eru holur á Hellisheiði sem eru vökvamiklar og henta því síður til raforkuframleiðslu þar sem sóst er eftir gufuafli. Hægt er að tengja þessar holur inn á varmaskiptana sem framleiða hitaveituvatnið. Vatnið sem sent er upphitað til neytenda frá Hellisheiðarvirkjun er sótt í Engidal vestan undir Henglinum. Varmaframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar hófst árið 2010. Samkvæmt upphaflegum ráðagerðum var gert ráð fyrir því að varmaframleiðslugeta Hellisheiðarvirkjunar gæti orðið allt að 400 MW.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert