Ófært og þungfært á fjallvegum

Ófært er um Fagradal og einnig um Fjarðarheiði.
Ófært er um Fagradal og einnig um Fjarðarheiði. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Björgunarsveitarmenn þurftu að koma fólki til aðstoðar á Fjarðarheiði og Fagradal í nótt en báðir vegirnir eru ófærir. Unnið er að mokstri samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en mjög hefur snjóað á þessum slóðum.

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir eða hálka á nokkrum vegum.

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þæfingur er á Skógarströnd, í Haukadal og í Heydal. Enn vantar upplýsingar af svæðinu.

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Þæfingur er yfir Þröskulda og þungfært á Klettshálsi og eins víða á Ströndum. Enn vantar upplýsingar víða af svæðinu.

Norðurland: Víðast hvar hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Þæfingur er á Þverárfjalli en ófært er um Víkurskarð og í Fljótum.

Norðausturland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og nokkur skafrenningur en ófært er um Hólasand og yfir Hófaskarð. Enn vantar upplýsingar víða af svæðinu. 

Austurland: Hálka, snjóþekja og snjókoma víða. Ófært er um Fjarðarheiði og Fagradal en unnið er að mokstri. 

Enn vantar einhverjar upplýsingar af svæðinu.

Suðausturland: Hálkublettir að mestu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert