Óveður í Fljótum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Víða eru vegir greiðfærir en sums staðar flughálka samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er flughálka á Grafningsvegi og nokkrum útvegum í Borgarfirði og á Mýrum.

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði á Vesturlandi og enn nokkuð hvasst. Hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum.

Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Norðurlandi, hvasst og víða skafrenningur. Óveður er í Fljótum og hvasst allvíða. Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðausturlandi og víða skafrenningur. Þæfingur er á Mývatnsöræfum og ófært er yfir Fljótsheiði en færð er fín í Köldukinn og Aðaldal sem hjáleið. Krapi er á Brekknaheiði.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Austurlandi og hálkublettir á flestum leiðum á Suðausturlandi. Þá er Suðurlandsvegur að mestu greiðfær en hálkublettir á útvegum.

mbl.is