Sveppir og plöntur rugla ferðamenn

Símtölum til Eitrunarmiðstöðvar Landspítalans hefur fjölgað undanfarin tvö ár og eru á því margar skýringar að sögn Helenu Líndal, forstjóra Eitrunarmiðstöðvarinnar.

Að sögn Helenu felst aukningin meðal annars í fjölgun erlendra ferðamanna sem eigi það til að rugla saman íslenskum plöntum og sveppum sem óhætt sé að borða í þeirra heimalandi en séu ekki til sama brúks hér á landi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helena að breytt verklag og markvissari skráning símtala til Eitrunarmiðstöðvarinnar útskýri fjölgun símtala að miklu leyti. Hún segir einnig að drengir fram til 12 ára aldurs séu í meirihluta þeirra sem komast í tæri við eiturefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert