Heiðursborgarar funda í Iðnó

Landssímareitur. Svona gæti fyrirhugað hótel litið út við Austurvöll.
Landssímareitur. Svona gæti fyrirhugað hótel litið út við Austurvöll. mbl.is/THG arkitektar

Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt.

Fundarstjóri er Kristrún Heimisdóttir. Að loknum fundi verður gengið fylktu liði í Víkurkirkjugarð, ef veður leyfir.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gær hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs. Undir hvatninguna rituðu yfir 100 manns, m.a. Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, fv. biskup Íslands, Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fv. skrifstofustjóri Alþingis, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngkona, Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörður, Kári Stefánsson, forstjóri, Ólafur G. Einarsson og Salóme Þorkelsdóttir fv. forsetar Alþingis, Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, Björn Bjarnason, fv. ráðherra, og Erró, myndlistarmaður.

Fólkið fagnar því að vesturhluti Víkurkirkjugarðs hafi nýlega verið friðlýstur og austurhluti hans skyndifriðaður um leið. Rétt og skylt sé að friðlýsa allan garðinn, alveg að austurmörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Fyrirhugað hótel yrði þá hluti af þeirri friðlýsingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert