Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann …
Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni.

Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku, 9. febrúar. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar.

Að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum Jóns eru innviðir fyrir leitaraðgerðir af þessum toga ekki eins sterkir á Írlandi og þeir eru á Íslandi, þar sé til dæmis ekki skipulögðum björgunarsveitum til að dreifa.

Þrátt fyrir það er Jóns leitað logandi ljósi, eins og segir, með aðstoð lögreglu og reynslumikils leitarfólks ýmiss. Áfram er lýst eftir honum í írskum fjölmiðlum. Lögreglan leitar þá vísbendinga áfram og hingað til hefur fyrst og fremst verið stuðst við gögn úr öryggismyndavélum.

Jón, sem er 41 árs, sást síðast í Whitehall um ell­efu­leytið á laug­ar­dags­morg­un. Þá var hann klædd­ur í svart­an jakka.

mbl.is