Ekkert sem bendir til ójafnvægis

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“

Það er ekkert í upptökum öryggismyndavéla sem bendir til þess að Jón hafi átt í einhverjum útistöðum eða óuppgerðar sakir, segir Davíð og bætir við að aðrir sem þekkja til Jóns hafi ekki heldur tekið eftir neinu óeðlilegu.

Davíð lýsir bróður sínum sem umhyggjusömum, ábyrgðarfullum og traustum manni með stórt hjarta. Hann er klettur í lífi systkina sinna og snertir líf flestra sem á leið hans verða. 

Leit hefur staðið yfir í Dyflinni frá því að Jón Þröstur hvarf sporlaust í borginni snemma morguns laugardaginn 9. febrúar. Þau vonast til að fá leiðbeiningar af hálfu hins opinbera með næstu skref, því hingað til hafa þau skipulagt alla leit sjálf. 

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert