68 börn fæðast á ári með ódæmigerð kyneinkenni

AFP

Áætlað er að í kringum 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi, þ.e. horm­ón­a­starf­semi, kynkirtla, kynlitn­inga eða kyn- og æxlun­ar­færi sem eru með einhverju móti öðru­vísi en hjá flestum konum og körlum sem þýðir að heild­ar­fjöldi einstak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni er um 6.000 manns.

Einstak­lingar sem fæðast með líffræðileg kynein­kenni sem eru ekki dæmi­gerð fyrir karl­menn eða konur sæta hindr­unum í aðgengi að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi.Það stofnar líkam­legri og andlegri heilsu þeirra í hættu, að sögn Amnesty Internati­onal.

Sumir einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni fæðast með kynein­kenni sem teljast ekki algjör­lega karl- eða kven­kyns, eru sambland af karl- og kven­kyns einkennum, eða eru hvorki karl- né kven­kyns. Margt fólk með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni kýs að kalla sig intersex, aðrir vilja hins vegar ekki nota það hugtak, að því er segir í tilkynningu frá Amnesty.

Í niður­stöðum nýrrar skýrslu Amnesty Internati­onal, No Shame in DiversityThe right to health for people with variations of sex character­istics in Iceland, kemur fram að þegar einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra leita eftir þjón­ustu í íslenska heil­brigðis­kerfinu dregur skortur á skýru mann­rétt­inda­miðuðu verklagi og þverfag­legri nálgun, ásamt ónógum félags­legum stuðn­ingi, úr mögu­leikum þeirra til að njóta líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

Frum­varp til laga um kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tæki­færi til að vernda rétt­indi intersex barna og full­orð­inna en í núver­andi drögum að frum­varpinu er vöntun á mikil­vægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstak­lega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauð­syn­legar, óaft­ur­kræfar og inngrips­miklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni.

Amnesty Internati­onal bendir á að þrátt fyrir að jöfn­uður milli kynj­anna sé, samkvæmt Alþjóða­efna­hags­ráðinu, hvergi meiri en hérlendis og að Ísland tróni í efsta sæti yfir kynja­jöfnuð níunda árið í röð, bregðast íslensk stjórn­völd enn því hlut­verki sínu að koma á mann­rétt­inda­miðuðu verklagi innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og tryggja einstak­lingum með ódæmi­gerð kynein­kenni þeirrar þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda.

„Ísland er þekkt fyrir jafn­rétti kynj­anna. Engu að síður veldur það miklum áhyggjum hvernig heil­brigðis­kerfið á Íslandi sinnir intersex fólki. Litið er á intersex börn og full­orðna sem vandamál sem þurfi að laga og sú stað­reynd að þau skortir heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra, getur valdið líkam­legri og andlegri þján­ingu, lífið á enda,“ segir Laura Carter, rann­sak­andi innan deildar sem sinnir málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðal­stöðvum Amnesty Internati­onal, í fréttatilkynningu.

„Viðmæl­endur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstak­linga með skurð­að­gerð eða horm­óna­með­ferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitund­ar­vakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrot­lausri vinnu intersex aðgerða­sinna en þar sem vill­andi upplýs­ingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða.

Amnesty Internati­onal skorar á íslensk yfir­völd að koma á skýrum mann­rétt­inda­mið­uðum viðmið­un­ar­reglum og skil­virkum félags­legum stuðn­ingi við einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni þannig að þeir njóti líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ segir í frétt á vef Amnesty Ísland.

Intersex.
Intersex. mbl.is/Kristinn Garðarsson

Amnesty Internati­onal fann dæmi þess að fólk með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á erfitt með að nálgast heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra sem í sumum tilvikum hefur valdið langvar­andi skaða.

Einstak­lingar sem Amnesty Internati­onal ræddi við segja að skortur á viðeig­andi meðferð hafi haft skaðleg áhrif á lífs­gæði þeirra til margra ára. Í sumum tilvikum var um að ræða erfið­leika við að nálgast lækna­skýrslur og skort á upplýs­ingum um hvað hafi verið gert við líkama þeirra.

„Heil­brigð­is­þjón­usta fyrir intersex fólk er alls ekki nægi­lega góð því það er litið á okkur sem frávik sem þarf að laga […] stór hluti heilsu­far­svandans er vegna lækn­is­með­ferðar sem við hlutum sem börn. Það væru ekki öll þessi dæmi um bein­þynn­ingu eða bein­rýrð ef við hefðum ekki verið látin sæta kynkirtla­töku sem börn og ófull­nægj­andi horm­óna­með­ferð sem unglingar,” segir Kitty Anderson, stofn­andi og formaður samtak­anna Intersex Ísland, í frétt á vef Amnesty.

Hún bætir við: „Ég vil sjá að þessi breyti­leiki sé jafn eðli­legur og hvað annað. Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skammast sín. Ég vil sjá skilning og viður­kenn­ingu á fjöl­breyti­leik­anum, að hann sé af hinu góða.“

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar þeim skrefum sem ríkis­stjórn Íslands er nú að taka í átt að því að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýút­komin tilmæli Evrópu­ráðsins vegna mann­rétt­inda intersex fólks.

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Ísland, og Kitty Anderson, formaður Intersex ...
Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Ísland, og Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Amnesty Internati­onal skorar á íslensk yfir­völd að tryggja og vernda jafna meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni bæði í lögum og fram­kvæmd. Fyrir­liggj­andi frum­varp um kynrænt sjálfræði veitir tæki­færi til þess að takast á við þessa áskorun en eins og drögin líta út í dag er tæki­færið ekki nýtt til þess að koma í veg fyrir ónauð­synleg lækn­is­fræðileg inngrip sem miða að því að laga líkama barna að stöðl­uðum kynja­hug­myndum með skurð­að­gerðum, ófrjó­sem­is­að­gerðum og öðrum meðferðum á intersex börnum án upplýsts samþykkis þeirra, án þess að fela í sér hegn­ing­ar­á­kvæði.

Amnesty Internati­onal skorar einnig á íslensk yfir­völd að koma á sérhæfðri og þverfag­legri nálgun á meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og móta og innleiða skýrt mann­rétt­inda­miðað verklag til að tryggja að börn og full­orðnir með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni njóti mann­rétt­inda­verndar sem tryggir frið­helgi líkama þeirra, sjálfræði og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt. Yfir­völd skulu tryggja að ekkert barn með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni sæti skað­legum, óaft­ur­kræfum og ónauð­syn­legum inngripum í líkama þeirra, að því er segir á vef Amnesty.

Sjá nánar hér

Fáni intersex fólks var búinn til af sambærilegum Sam-intersex-samtökum Ástralíu ...
Fáni intersex fólks var búinn til af sambærilegum Sam-intersex-samtökum Ástralíu árið 2013. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is

Innlent »

Gengi Icelandair lækkar töluvert

14:54 Svo virðist sem tíðindi af WOW air séu enn og aftur farin að hafa áhrif á hlutabréfaverð í Icelandair Group en hlutabréf félagsins hafa lækkað nokkuð skarpt í dag. Meira »

Segja 14 skýr verkfallsbrot framin

14:40 Starfsmenn Eflingar segja að skýr verkfallsbrot hafi verið framin á hótelum síðastliðinn föstudag. Fjórtán tilvik hafi verið skráð niður, Center Hotels og Icelandair-hótelin hafi verið áberandi. Líklega á þó eftir að skera úr um hvort atvinnurekendur hafi í einhverjum tilvikum verið í rétti. Meira »

Kynrænt sjálfræði fyrir Alþingi

13:46 „Við fögnum þessu frumvarpi. Þetta frumvarp er gríðarleg réttarbót, sérstaklega fyrir transfólk og fólk sem skilgreinir ekki kyn sitt. Þú getur verið með hlutlausa kynskráningu samkvæmt þessu frumvarpi,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna 78, í samtali við mbl.is. Meira »

WOW nær samkomulagi við kröfuhafa

12:40 Meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda WOW air hefur komist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Meira »

Vilja þriðjung í viðbót fyrir Herjólf

12:17 Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Skipasmíðastöðin ber fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Meira »

Frestað aftur vegna WOW air

11:39 Fundi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins sem hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara var frestað til morgundagsins eftir að hann hafði aðeins staðið í um klukkustund. Meira »

Ísland fullgildi landslagssamning Evrópu

11:39 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að Ísland fullgildi landslagssamning Evrópu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, en samningnum er ætlað að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Meira »

Funda um flugmálin

11:15 Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hófst í morgun og meðal umfjöllunarefna er staðan í flugmálum. Fulltrúar Samgöngustofu og samgönguráðuneytisins mæta fyrir nefndina og lýkur fundi um hádegi. Meira »

Verðlaunaði hugbúnað sem vaktar svefnvenjur

11:15 Verkefnið Lokbrá skaraði að mati dómnefndar fram úr á norrænu heilsuhakkaþoni sem haldið var í Háskólanum í Reykjavik um nýliðna helgi. Þar kepptust teymi frá fjölmörgum löndum við að vinna úr gögnum um heilsu, heilsufar og félagslega stöðu með það að markmiði að þróa tæknilausnir sem miða að því að auka lífsgæði og velferð notenda. Meira »

Tafir á flugi vegna veðurs

11:06 Tafir hafa orðið á innlandsflugi í dag vegna veðurs en hjá flugfélaginu Erni þurfti að seinka flugi til Húsavíkur en annað flug er á áætlun. Húsavíkurvélin fór heldur seinna í loftið en til stóð vegna veðurs. Meira »

Brást ef WOW var órekstrarhæft

11:03 Ef WOW air hefur lengi verið órekstrarhæft, eins og umræðan um flugfélagið hefur verið undanfarið, þá hefur Samgöngustofa brugðist hlutverki sínu með því að svipta félagið ekki flugrekstrarleyfi sínu. Meira »

Mislingafaraldurinn líklega stöðvaður

10:59 Liðnar eru þrjár vikur frá síðasta hugsanlega mislingasmiti og telur sóttvarnalæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn. Börn verða bólusett aftur samkvæmt fyrri áætlun við 18 mánaða og 12 ára aldur. Ekki er talin ástæða nú til að bólusetja yngri börn nema við sérstök tilefni. Meira »

Mestar áhyggjur af starfsfólkinu

10:50 „Tvennum sögum fer nú af því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir efnahagslífið. Við höfum bæði heyrt ákveðnar dómsdagsspár og síðan höfum við líka heyrt það að þetta hefði mjög takmörkuð og jafnvel lítil sem engin áhrif.“ Meira »

100 íslensk verk á pólsku

10:49 Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni Gdańskie Targi Książki sem fram fer í Gdansk í Póllandi helgina 29.-31. mars 2019. Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar úr íslensku á pólsku. Meira »

Fundað áfram í kjaradeilunni

10:03 „Við vorum að meta stöðuna aðeins í gær og ætlum að ræða saman núna á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig það fer,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en fundað verður áfram í kjaradeilu félagsins og fimm annarra í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira »

MAST kærir sölu ólöglegra fæðubótarefna

10:00 Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að vefnum verði lokað. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í frétt á vef MAST. Meira »

100 þúsund krónum ódýrara með WOW

09:44 Þrátt fyrir að fréttaflutningur af alvarlegri fjárhagsstöðu WOW Air hafi verið áberandi síðustu daga virðist flugfélagið halda sínu striki í framboði og verðlagningu flugfargjalda. Meira »

Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

08:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Meira »

Fall WOW air yrði mikið högg

08:32 Stjórnendur Íslenskra fjallaleiðsögumanna unnu í gær að viðbragðsáætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði.  Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...