Bleikjustofninn að taka við sér í Mývatni

Veiðimaður vitjar um net sín frammi á ísnum.
Veiðimaður vitjar um net sín frammi á ísnum. mbl.is/Birkir Fanndal.

Bleikjustofninn í Mývatni hefur tekið við sér síðustu ár og þakkar Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, árangurinn fyrst og fremst öflugri veiðistjórnun.

Beinar veiðar hafi verið í lágmarki í vatninu frá 2011 og vetrarveiðar aðeins í tvær vikur fyrri hluta mars rétt svo að fólk gleymdi ekki bragðinu af bleikjunni, eins og Guðni orðar það.

Takmarkanir hafa verið gerðar á veiðitíma, veiðisvæðum og möskvastærð og segir Guðni að síðustu ár hafi veiðiréttarhafar verið samtaka um aðgerðir til að byggja stofninn upp. Nýliðun hafi aukist á ný og stofninn stækkað. Takist hrygning vel í ár og á næsta ári megi hugsanlega leyfa auknar veiðar í kjölfarið, hugsanlega 2021. Samkvæmt mælingum 2018 séu uppvaxandi árgangar í vatninu og mikilvægt að áfram verði gerðar mælingar á bleikjustofninum áður en veiðar verði auknar svo að sú veiðistjórnun sem gripið hefur verið til skili tilætluðum árangri.

Fyrir 3-4 árum komu fram miklar áhyggjur vegna ástandsins í Mývatni, ekki aðeins af erfiðleikum bleikjunnar, heldur voru kúluskítur og hornsíli einnig nefnd til sögunnar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um bleikjuna í Mývatni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert