Hálkublettir á Hellisheiði

mbl.is/Helgi Bjarnason

Vegir eru víða auðir á Suðvesturlandi en hálkublettir meðal annars á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Hálka er á Bláfjallavegi og Krýsuvíkurvegi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Vesturland: Víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum.

Norðurland: Víða nokkur hálka, einkum á útvegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi og ófært er um Dalsmynni.

Norðausturland: Víðast snjóþekja eða hálka en þó þæfingsfærð á Tjörnesi og þungfært á köflum innansveitar í Vopnafirði.

Austurland: Hálka inn til landsins en víða hálkublettir eða greiðfært með ströndinni.

Suðausturland: Snjóþekja er á veginum frá Vík austur að Núpsstað en hálkublettir eða greiðfært þar austan við.

Suðurland: Greiðfært er að mestu á Þjóðvegi 1 en þó einhverjir hálkublettir. Víða er nokkur hálka á öðrum vegum. 

mbl.is