Hjálpa viðskiptavinum Procar

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. mbl.is/Styrmir Kári

Bílaumboðið Brimborg býður bíleigendum sem eiga bíla af þeim tegundum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og hafa keypt þá af bílaleigunni Procar að hafa samband við starfsmenn Brimborgar, sem munu „gera allt sem í þeirra valdi stendur við að komast að því hvort átt hafi verið við km. stöðu bílanna“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Brimborg sendi á blaðamann mbl.is í gærkvöldi.

Þar kemur einnig fram að viðskiptavinir bílaumboðsins geti verið „100% vissir“ um að kílómetrastöður bílaleigubíla Brimborgar séu réttar, en Brimborg er leyfishafi hérlendis fyrir bandarísku bílaleigurnar Dollar og Thrifty, sem eru í eigu Hertz-samstæðunnar. Samanlagt hafa bílaleigurnar um 1.000 bílaleigubíla í flota sínum.

„Brimborg hefur aldrei og mun aldrei eiga við kílómetrastöður bíla á nokkurn hátt og allar útleigur, skil og kílómetrastöður bílaleigubíla eru skráðar í upplýsingatæknikerfi okkar og rekjanlegar niður á bíl, kerfisnotanda (starfsmann), skráningardag og ástæðu uppfærslu. Við fögnum öllu eftirliti og bjóðum eftirlitsaðila velkomna,“ segir í yfirlýsingu Brimborgar, en þar kemur einnig fram að fjórfaldur rekjanleiki sé á kílómetrastöðu bílaleigubíla Brimborgar, sem felist í eftirtöldu:

  • Við útleigu skráir bílaleigustarfsmaður km. stöðu bíls í upplýsingatæknikerfið og km. staða skráist um leið á leigusamning.
  • Við skil skráir bílaleigustarfsmaður km. stöðu bíls í upplýsingatæknikerfið.
  • Við reglubundna þjónustu skráir bifvélavirki km. stöðu bíls í upplýsingatæknikerfið.
  • Ökuriti frá þriðja aðila er í öllum bílaleigubílum Brimborgar og sendir ökuritinn daglega sjálfvirkar færslur um km. stöðu í upplýsingatæknikerfið.

Fram kemur í yfirlýsingu bílaumboðsins að ekki sé hægt að leigja bíl né skila bíl úr leigu, án þess að skrá kílómetrastöðuna og að ekki sé hægt að skrá inn lægri stöðu, en þegar liggi fyrir í kerfinu.

Þá segir einnig að óháður starfsmaður á skrifstofu taki vikulegt, tilviljunarkennt úrtak úr bílaflota leigunnar og sannreyni kílómetrastöðu bíla, ásamt því að skoða leigusamninga, útleigu og skil og þjónustuskoðanir og stemma af við daglegar ökuritaskráningar.

Hafa skal samband á eftirfarandi hátt með fyrirspurnir:

Fyrir bíla af gerðinni Mazda, Citroën og Peugeot: Benný Ósk, sölustjóri, bennyh@brimborg.is
Fyrir bíla af gerðinni Ford og Volvo: Gísli Jón, sölustjóri, gjb@brimborg.is. 

Fyrir aðrar gerðir en að ofan greinir skal hafa samband við Benný Ósk, en í fyrirspurninni þarf að koma fram nafn eiganda bílsins, sími, netfang og bílnúmer.

mbl.is

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »