Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur.
Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur. mbl.is/Árni Sæberg

Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins og félaga í hans eigu.

Félögin fjögur sem um er að ræða eru Mjólkursamsalan, Sláturfélag Suðurlands, lögmannsstofan BBA Legal og Stjarnan, en síðastnefnda félagið er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway. Skúli var jafnframt eigandi EK1923 og hefur Sveinn Andri rekið mál gegn honum og félögum honum tengdum undanfarið.

Sveinn Andri hafnar ásökunum í kvörtuninni og segir stærstan hluta kröfuhafa standa á bak við málaferlin og þann kostnað sem hafi verið lagt í og að um sé að ræða hagsmunaárekstur og vanhæfi af hálfu lögmanns kröfuhafanna fjögurra.

Kostnaður sá sami og eignir

Í kvörtun félaganna sem send var á héraðsdóm kemur fram að ástæða kvörtunarinnar sé einkum að Sveinn Andri hafi staðið sig illa í að upplýsa kröfuhafa um tilfallinn kostnað. Kemur fram að kostnaður búsins hafi verið kominn upp í 98,4 milljónir í apríl 2018, en á sama tíma voru eignir þess taldar nema 104,3 milljónum. „Kostnaður búsins var þannig kominn í sömu fjárhæð og eignir búsins þann 30. apríl 2018, þ.e. rétt um 100 m.kr.“ segir í kvörtuninni.

Þá er sagt ljóst að gjöld búsins séu komin langt umfram eignir þess þegar bréfið er skrifað, en það er dagsett 2. janúar. Telja félögin að Sveinn Andri hafi þegar farið verulega fram úr þeim fjölda vinnustunda sem kröfuhafar hafi mátt vænta, „og í raun með ólíkindum útí hversu mikinn kostnað er búið að leggja án samráðs við kröfuhafa,“ segir í kvörtuninni. Samkvæmt yfirlitum sem kröfuhafarnir hafa fengið nema vinnustundirnar samtals 2.408 klukkustundum árin 2016-2018, en það nemur 301 átta stunda vinnudegi.

Tímagjald upp á 49.600 krónur

Kröfuhafarnir gagnrýna sérstaklega það tímagjald sem Sveinn Andri hafi reiknað sér, en það nam með virðisaukaskatti 43.400 krónum á tímann árið 2016, en 49.600 krónum árin 2017 og 2018. Er heildarskiptaþóknun fyrir árið 2016 16,2 milljónir, fyrir árið 2017 49,7 milljónir og 13,8 milljónir fyrir árið 2018. Samtals er því um að ræða um 80 milljónir, en þar af er ekki allt fyrir árið 2018 gjaldfært og telja kröfuhafar heildarupphæðina vera nær 120 milljónum miðað við tímafjölda sem Sveinn Andri hefur lagt fyrir. Þá er annar skiptakostnaður sagður um 18 milljónir.

Fjöldi dómsmála sem tengjast gjaldþrotinu

EK1923 er þrotabú heildsölunnar Eggerts Kristjáns­sonar ehf. og var keypt árið 2013 af Skúla. Síðar varð félagið birgir fyrir Stjörnuna sem er rekstrarfélag Subway. Félagið fór síðar í þrot og höfðaði Sveinn Andri nokkur mál gegn Skúla og félögum tengdum honum.

Þannig var Stjarnan dæmd til að greiða EK1923 15 milljónir í Landsrétti í desember eftir að Landsréttur rifti framsali á kröfu EK1923 á hendur íslenska ríkinu til Stjörnunnar. Í sama mánuði var Skúli dæmdur til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa gefið fyrirmæli um greiðslu skuldar EK1923 þegar félagið var orðið ógjaldfært. Mátti ráða að Skúli hefði viðskiptalega hagsmuni af því uppgjöri.

EK1923 var í stuttan tíma birgir fyrir Subway-veitingastaðina.
EK1923 var í stuttan tíma birgir fyrir Subway-veitingastaðina. Arnaldur Halldórsson

Þá var annað félag í eigu Skúla, Sjöstjarnan ehf., einnig dæmt í desember til að greiða annars vegar 223 milljónir eftir að héraðsdómur rifti greiðslu félagsins og hins vegar 21 milljón. Uppreiknað með vöxtum nema kröfurnar rúmlega 400 milljónum.

Kröfuhafarnir fjórir tengdir Skúla

Sveinn Andri segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða litla kröfuhafa og í einu tilfelli kröfuhafa sem deilt sé um hvort eigi í raun kröfu á félagið. Þá séu þeir allir tengdir Skúla, sem þrotabúið sé að takast á við.

Sveinn Andri segir að BBA Legal sé lögmannsstofa Skúla og að þeir hafi meðal annars verið eini kröfuhafinn sem andmælti því að kæra Skúla og Guðmund Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóra EK1923, til héraðssaksóknara.

Í tilfelli Mjólkursamsölunnar og Sláturfélags Suðurlands segir Sveinn að þau hafi nýlega flutt sig yfir til lögmannsins Heiðars Ásbergs hjá lögmannsstofunni Logos. Hann sé jafnframt lögmaður Sjöstjörnunnar, sem sé gagnaðili EK1923 í stóra dómsmálinu sem varðar um 400 milljónir og var dæmt í síðasta desember í héraðsdómi. Bíður málið nú þess að vera þingfest í Landsrétti. Sveinn segir þetta skýrt dæmi um hagsmunaárekstur og vanhæfi. „Það er engin rökræn skýring á því af hverju mótaðili búsins sé farinn að vinna fyrir tvo kröfuhafa,“ segir hann og telur að helst megi skýra það með vináttu forstjóra Mjólkursamsölunnar og Skúla.

Í tilfelli Stjörnunnar segir Sveinn að krafan þar hafi ekki komið til fyrr en í desember eftir dóm Landsréttar þegar greiðslu EK1923 til Stjörnunnar var rift. Þá hafi félagið gert kröfu, sem skiptastjóri hafi reyndar ekki samþykkt og nú sé deilt um. Félagið hafi því í raun ekki verið kröfuhafi meðan stærstur hluti málanna hefur verið rekinn.

75% kröfuhafa gera ekki athugasemd

Í heild eru kröfur þessara fjögurra félaga um 19 milljónir af samtals 300 milljónum. Segir Sveinn að á síðasta skiptafundi hafi fulltrúar 75% kröfuhafa bókað að þeir teldu ekki ástæðu til að finna að framgöngu skiptastjóra. Segir Sveinn að ætlunin hafi alltaf verið að fara með stóra málið (EK1923 gegn Sjöstjörnunni) alla leið og ef það fari eins í Landsrétti og héraðsdómi megi búast við að heimtur verði 100%.

Spurður út í hátt tímagjald sem kröfuhafarnir fjórir vísa til í kvörtun sinni segir Sveinn að gjaldskrá eiganda lögfræðistofa nái frá 21 þúsund krónum upp í 54 þúsund krónur á tímann. Hann sé því ofarlega þar, en ekki í hæsta flokki og innan allra marka.

mbl.is

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...