Eyþór vill ummælin til forsætisnefndar

Eyþór segir mjög ómaklegt að borgarritari leggi alla borgarfulltrúa undir …
Eyþór segir mjög ómaklegt að borgarritari leggi alla borgarfulltrúa undir grun. mbl.is/Eggert

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir rangt að borgarfulltrúar hafi fengið áminningu frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga og hefur óskað eftir því að ummæli æðstu embættismanna borgarinnar um kjörna fulltrúa í lokuðum Facebook-hópi borgarstarfsmanna verði tekin til skoðunar hjá forsætisnefnd.

Stefán Eiríksson borgarritari skrifaði pist­il í lokaðan hóp starfs­manna Reykja­vík­ur á Face­book í dag þar sem hann seg­ir fá­eina borg­ar­full­trúa ít­rekað hafa vænt starfs­fólk borg­ar­inn­ar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þess.

„Ég furða mig á því að þarna sé því haldið fram að einhverjir borgarfulltrúar hafi fengið áminningu eða aðfinnslu frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga, sem er rangt,“ segir Eyþór í samtali við mbl.is.

Þá sé mjög ómaklegt að borgarritari leggi alla borgarfulltrúa undir grun með því að gefa í skyn að ótilgreindir fulltrúar hafi verið að veitast að starfsfólki borgarinnar „eins og tuddar á skólalóð, eins og það var orðað.“

mbl.is