Feimnismál í fyrstu en nú sjálfsagt mál

Fulltrúar RÚV, Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar komu ...
Fulltrúar RÚV, Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar komu saman á fundi í sal Blaðamannafélagsins í morgun þar kynjahlutföll viðmælenda í fjölmiðlum voru m.a. til umfjöllunar. Ljósmynd/FKA

Skráning á kyni viðmælenda var feimnismál í fyrstu en er nú sjálfsagt mál. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Steinunnar Þórhallsdóttur, framkvæmdastjóra framleiðslu og ferla hjá RÚV, í tilefni af Fjölmiðladegi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem er í dag.

Þetta er sjötta árið í röð sem FKA stendur fyrir deginum, en á þessum degi er skorað á fjölmiðla að jafna kynjahlutföll viðmælenda sinna í fréttum og fréttatengdum þáttum.

Fulltrúar RÚV, Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar komu saman á fundi í sal Blaðamannafélagsins í morgun þar sem Steinunn fór meðal annars yfir hugarfar, talningu og hugmyndafræðina á bak við kynjatalningar RÚV.

Fjölmiðlar endurspegli samfélagið

Kynjatalningin hófst í desember 2015 og er RÚV ákveðinn brautryðjandi í þeim efnum en jafnrétti hefur verið ein af fjórum lykiláherslum stofnunarinnar síðustu fimm ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessa nálgun að við verðum að endurspegla samfélagið,“ sagði Steinunn meðal annars. 

FKA vakti fyrst athygli á kynjahalla viðmælenda fyrir sex árum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sem er hluti af fjölmiðlahópi FKA, segir að þegar vinna hópsins fór af stað hafi miðlarnir ekki verið farnir að huga að samræmdri skráningu kynjahlutfalls viðmælenda. Cred­it Info koma að taln­ing­unni í upp­hafi sem sýndi að í fréttum voru 80% viðmæl­enda karl­ar og 20% kon­ur. Í frétta­tengd­um þátt­um var hlut­fallið ögn skárra, eða 70% karl­ar og 30% kon­ur.  

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sem er hluti af fjölmiðlahópi FKA, segir ...
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sem er hluti af fjölmiðlahópi FKA, segir það mikið fagnaðarefni hversu jákvæðir fjölmiðlar eru í garð þess að halda skráningu yfir kyn viðmælenda. Ljósmynd/FKA

Jafnt kynjahlutfall í dagskrá RÚV í fyrra

RÚV hefur haldið samræmda skráningu á kynjahlutfalli viðmælenda í þrjú ár og er það birt opinberlega á þriggja mánaða fresti. Hlutfall kynjanna verður sífellt jafnara og á síðasta ári mældist það í fyrsta sinn alveg jafnt, þ.e. 50% karlar og 50% konur, í dagskrá RÚV. Ef eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir eru teknir saman er hlutfall viðmælenda 69% karlar og 37% konur.

Gunnhildur segir það mikið fagnaðarefni hversu jákvæðir fjölmiðlar eru í garð þess að halda skráningu yfir kyn viðmælenda. „Ég tel að það sé orðið norm hjá helstu miðlum í dag að fylgjast með kynjahlutfalli viðmælenda. Margir eru að skrá en aðrir eru alla vegana með hugann við þetta.“ Á sama tíma fjölgar kvenkyns viðmælendum, sem Gunnhildur segir að sé að sjálfsögðu jákvætt, en alltaf sé hægt að gera betur og jafna hlutfall kynjanna á öllum sviðum fjölmiðla. „Það er markmiðið,“ segir Gunnhildur að lokum. 

mbl.is

Innlent »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

16:08 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

15:37 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar ollu eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík. Meira »

41,8% segjast styðja ríkisstjórnina

15:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði um eitt prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 23,6% miðað við 22,7% í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í kosningum. VG bætti við sig 0,3 prósentustigum og mælist með 11,4% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi og mælist nú með 11,1%. Meira »

83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri

14:58 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands eru 83% Íslendinga hlynnt því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt fái meiri skattalækkanir en aðrir. Meira »

Niðurstöðurnar áhyggjuefni

14:53 „Þarna er um að ræða líflátshótanir og hótanir um nauðganir og barsmíðar,“ sagði Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins IPU, um niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem kynjamismunun og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn konum í þjóðþingum í Evrópu var kannað. Meira »

Búi sig undir að fjölga dómurum

14:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að mögulega þyrftu alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt, til þess að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Með amfetamínvökva í rauðvínsflöskum

14:10 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Meira »

Taldi tillöguna ekki tímabæra

14:02 „Ég taldi þessa tillögu einfaldlega ekki tímabæra,“ segir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í samtali við mbl.is spurð um bókun stjórnar Dómstólasýslunnar fyrir helgi sem síðan var send til fjölmiðla en Hervör greiddi atkvæði gegn henni. Meira »

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

14:00 Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Meira »

Samkomulagi náð við Færeyinga

13:55 Kristján Þór Júlíusson og Högni Hoydal, sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja, hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning á milli Íslands og Færeyja. Meira »
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljósl...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...