Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

Ljóst er að fjölmargir munu sigla á Þjóðhátíð 2019.
Ljóst er að fjölmargir munu sigla á Þjóðhátíð 2019. mbl.is/RAX

Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst.

„Miðasalan er búin að ganga mjög vel hjá okkur. Það er eiginlega orðið uppselt á föstudeginum og uppselt á mánudeginum af þeim miðum sem við vorum með í sölu,“ sagði Rannveig Ísfjörð, afgreiðslustjóri Herjólfs.

Mikið álag var á bókunarvél fyrirtækisins sem tók við um 800 bókunum fyrsta klukkutímann eftir opnun. „Það var óvenjulítið álag á símanum því netið tók þetta eiginlega allt hjá okkur. Um 90% sölunnar fóru fram á netinu,“ segir Rannveig í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »