Mæðiveiki gæti fylgt mjólkinni

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýkla- …
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. mbl.is/Golli

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, leggst gegn þeim áformum að heimila innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum.

„Það bara má ekki gerast. Ég held að það sé ennþá möguleiki að bregðast við því,“ segir hann í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en fyrir liggur lagafrumvarp sem heimilar slíkan innflutning.

Að sögn Karls getur verið mæði-visnu veira í ógerilsneyddri sauða- og geitamjólk. „Í Evrópu, og nánast alls staðar í heiminum, er mæði-visnu veiran landlæg. Hún hefur ekki verið á Íslandi mjög lengi en hún barst til landsins 1933, með innfluttu sauðfé frá Þýskalandi. Hún dreifðist um allt land og tók langan tíma að uppræta hana. Áður en tókst að uppræta veiruna hafði hún lagt að velli 150.000 kindur og þurfti að lóga 600.000 fjár.“

Hann segir íslenskt sauðfé mjög móttækilegt fyrir veirunni og ekki þurfi nema eina veiru til að sýkja sauðfé. Veiran hefur verið í Evrópu í árhundruð og því hefur sauðfé þar aðlagað sig veirunni. „Við viljum ekki fá þetta inn aftur.“

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert eftirfarandi athugasemd við þessa frétt:

„Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.

Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að afnema bann við dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert